Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 09:21 Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs og starfandi borgarstjóri. Vísir/Arnar Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. Mikla snjókomu gerði á höfuðborgarsvæðinu á aðfararnótt laugardags og færð hefur verið erfið um helgina. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, er hugsi yfir vetrarþjónustu borgarinnar þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið að ryðja, að hans sögn. Árangur af þjónustunni væri ekki meiri en aflið sem borgin setti í hana. Eins og sakir standa sé borgin með samninga við verktaka um níu tæki til að ryðja stofnvegi og tengibrautir inn í hverfi og tólf minni tæki til að ryðja göngu- og hjólastíga. „Mér finnst tímabært að hugsa það hvort að borgin eigi ekki að eiga sjálf snjóruðningstæki,“ sagði Einar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðurkenndi hann þó að hann þekkti ekki vel sögu snjóruðnings í borginni. Hann vildi engu að síður að farið yrði í þá vinnu að skoða hvaða tæki borgin gæti átt, hvað það kostaði og hvort slík tæki gætu gagnast á öðrum tímum ársins. Erfitt væri að spá fyrir um þörfina hverju sinni. Þannig var vetrarþjónusta tvöfalt dýrari fyrir borgina í snjóþyngslum síðasta vetur en gert var ráð fyrir en veturinn á undan fengu verktakar greitt án þess að hreyfa tæki sín þar sem varla féll eitt snjókorn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilara að neðan. Töluverð upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur Sagðist Einar skilja óþreyju fólks eftir að götur þess væru ruddar. Unnið sé eftir ákveðnum forgangi sem megi nálgast í borgarvefsjá. Fyrst sé farið í stofnbrautir og tengibrautir til þess að innviðir geti starfað og borgarbúir hafi kost á því að taka strætó eða nota aðrar samgöngur. Í dag sé kapp lagt á að ryðja húsagötur áður en snjórinn verði að klaka eða bætir enn í fannfergið. Að því sögðu þyrftu borgarbúar að hugsa betur um hvernig þeir tækjust á við ástand sem þetta sem samfélag. Fólk vaði af stað á illa búnum bílum. Strandaðir bílar teppi snjóruðningstæki um alla borg og komi í veg fyrir að hægt sé að ryðja götur sums staðar. „Við þurfum að muna að við búum á Íslandi. Við verðum að geta sýnt smá ábyrgð, ekki fara af stað. Það er bara skítaveður og vond færð. Þá verður maður bara að bíða aðeins,“ sagði Einar sem benti á að sumar borgir í heiminum lokist alveg við aðstæður sem þessar. Gaf hann lítið fyrir umkvartanir á þá leið að nágrannasveitarfélög hafi verið búin að ryðja húsagötur strax um helgina. Upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur væri töluverð. Þannig vissi hann að ekkert hefði til dæmis verið skafið í efri byggðum Kópavogs í gær. Reykjavík Bílar Bítið Borgarstjórn Snjómokstur Tengdar fréttir Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Mikla snjókomu gerði á höfuðborgarsvæðinu á aðfararnótt laugardags og færð hefur verið erfið um helgina. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, er hugsi yfir vetrarþjónustu borgarinnar þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið að ryðja, að hans sögn. Árangur af þjónustunni væri ekki meiri en aflið sem borgin setti í hana. Eins og sakir standa sé borgin með samninga við verktaka um níu tæki til að ryðja stofnvegi og tengibrautir inn í hverfi og tólf minni tæki til að ryðja göngu- og hjólastíga. „Mér finnst tímabært að hugsa það hvort að borgin eigi ekki að eiga sjálf snjóruðningstæki,“ sagði Einar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðurkenndi hann þó að hann þekkti ekki vel sögu snjóruðnings í borginni. Hann vildi engu að síður að farið yrði í þá vinnu að skoða hvaða tæki borgin gæti átt, hvað það kostaði og hvort slík tæki gætu gagnast á öðrum tímum ársins. Erfitt væri að spá fyrir um þörfina hverju sinni. Þannig var vetrarþjónusta tvöfalt dýrari fyrir borgina í snjóþyngslum síðasta vetur en gert var ráð fyrir en veturinn á undan fengu verktakar greitt án þess að hreyfa tæki sín þar sem varla féll eitt snjókorn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilara að neðan. Töluverð upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur Sagðist Einar skilja óþreyju fólks eftir að götur þess væru ruddar. Unnið sé eftir ákveðnum forgangi sem megi nálgast í borgarvefsjá. Fyrst sé farið í stofnbrautir og tengibrautir til þess að innviðir geti starfað og borgarbúir hafi kost á því að taka strætó eða nota aðrar samgöngur. Í dag sé kapp lagt á að ryðja húsagötur áður en snjórinn verði að klaka eða bætir enn í fannfergið. Að því sögðu þyrftu borgarbúar að hugsa betur um hvernig þeir tækjust á við ástand sem þetta sem samfélag. Fólk vaði af stað á illa búnum bílum. Strandaðir bílar teppi snjóruðningstæki um alla borg og komi í veg fyrir að hægt sé að ryðja götur sums staðar. „Við þurfum að muna að við búum á Íslandi. Við verðum að geta sýnt smá ábyrgð, ekki fara af stað. Það er bara skítaveður og vond færð. Þá verður maður bara að bíða aðeins,“ sagði Einar sem benti á að sumar borgir í heiminum lokist alveg við aðstæður sem þessar. Gaf hann lítið fyrir umkvartanir á þá leið að nágrannasveitarfélög hafi verið búin að ryðja húsagötur strax um helgina. Upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur væri töluverð. Þannig vissi hann að ekkert hefði til dæmis verið skafið í efri byggðum Kópavogs í gær.
Reykjavík Bílar Bítið Borgarstjórn Snjómokstur Tengdar fréttir Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50
Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01