Blés snjó af einni gangstétt yfir á aðra Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 00:02 Snjórinn fór af einni gangstétt yfir á aðra. Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun. Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun.
Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira