Serbía

Fréttamynd

Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu

Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu.

Erlent
Fréttamynd

Stuðnings­menn gengu ber­serks­gang og þjálfarinn fann fyrir því

Stuðningsmenn serbneska liðsins Partizan Belgrad voru allt annað en sáttir með sitt lið sem laut í lægra haldi, 4-0, gegn erkifjendum sínum í Rauðu stjörnunni í gærkvöldi. Þjálfari liðsins hlaut höfuðáverka eftir leik og þá létu þeir óánægju sína bitna á búningsklefa liðsins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mót­mælendur reyndu að brjótast inn í ráð­hús Belgrad

Lögreglumenn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, beittu í gær táragasi á mótmælendur sem mótmælt hafa ríkisstjórninni eftir að niðurstöður þingkosninga voru birtar í síðustu viku. Stjórnarandstöðufólk segir að um kosningasvik sé að ræða. 

Erlent
Fréttamynd

Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir látnir eftir um­sátur í Kósovó

Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs.

Erlent
Fréttamynd

Brast í grát á magnaðri heim­komu­há­tíð

Serb­neska tennis­goð­sögnin Novak Djoko­vic, varð djúpt snortinn á heim­komu­há­tið í Serbíu eftir sigur hans á Opna banda­ríska meistara­mótinu á dögunum. Þessi magnaði í­þrótta­maður brast í grát er 50 þúsund Serbar fögnuðu honum.

Sport
Fréttamynd

NATO sendir fleiri her­menn til Kósovó vegna óróa

Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu.

Erlent
Fréttamynd

Tugir friðar­gæslu­liða særðust í á­tökum í Kósovó

Um þrjátíu friðargæsluliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins særðust í hörðum átökum við Serba í norðanverðu Kósovó í gær. Átökin blossuðu upp þegar hópur manna af serbneskum uppruna reyndi að koma í veg fyrir að nýlega kjörnir fulltrúar af albönskum uppruna kæmust á skrifstofur sínar.

Erlent
Fréttamynd

Serb­neskur ráð­herra hættir í kjöl­far fjölda­morðanna

Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna.

Erlent
Fréttamynd

Var með lista yfir nem­endur sem hann vildi skjóta

Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á.

Erlent
Fréttamynd

Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins

Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn.

Erlent
Fréttamynd

Sinisa Mihajlovic látinn

Sinisa Mihajlovic, fyrrverandi leikmaður Roma, Lazio, Inter og fleiri liða, er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 53 ára.

Fótbolti