NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 15:56 Pólskir hermenn sem eru hluti af friðargæsluliði NATO standa vörð í bænum Zvecan þar sem átök brutust út við mótmælendur af serbneskum uppruna á mánudag. AP/Marjan Vucetic Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda liðsauka til Kósovó við þá um það bil fjögur þúsund hermenn sem eru fyrir í landinu. Önnur liðsveit verður sett í viðbragðsstöðu sem hægt verði að kalla hana hratt út ef þörf þykir á. Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð fjórar stórar bílalestir á vegum NATO á leið til norðurhluta Kósovó í gærkvöldi. Ákvörðunin er viðbragð við átökum sem blossuðu upp á milli friðargæsluliða og mótmælenda af serbneskum uppruna í bænum Zvecan í norðanverðu Kósovó á mánudag. Kósovóserbar sniðgengu sveitarstjórnarkosningar sem fóru nýlega fram í þessum héruðum og fyrir vikið náðu Kósovóalbanir kjöri í nokkrum bæjarfélögum. Mótmælendur reyndu að hefta för þeirra á mánudag. Íbúar í norðurhéruðunum eru að langmestu leyti af serbneskum ættum þó að á landsvísu séu um níutíu prósent af albönskum uppruna. Kósovóserbar eru margir enn ósáttir við að Kósovó hafi lýst yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki Kósovó sem fullvalda ríki. Þrjátíu friðargæsluliðar NATO særðust í átökunum og á sjötta tug mótmælenda. Boðað var til frekari mótmæla í dag. Of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir Ásakanir ganga á víxl á milli kósovóskra og serbneskra stjórnvalda. Þau fyrrnefndu saka Aleksandar Vucic, forseta Serbíu, um að ala á sundrung í Kósovó. Vucic segir stjórnvöld í Pristina bera ábyrgð á óróanum nú með því að ætla að koma Kósovóalbönum í bæjarstjórastóla í norðurhluta landsins með valdi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti kósovóska og serbneska leiðtoga til að sýna stillingu og draga úr spennunni. „Það er of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir, við ráðum ekki við enn meiri átök,“ sagði hann við fréttamenn í Brussel. Kósovó Serbía NATO Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda liðsauka til Kósovó við þá um það bil fjögur þúsund hermenn sem eru fyrir í landinu. Önnur liðsveit verður sett í viðbragðsstöðu sem hægt verði að kalla hana hratt út ef þörf þykir á. Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð fjórar stórar bílalestir á vegum NATO á leið til norðurhluta Kósovó í gærkvöldi. Ákvörðunin er viðbragð við átökum sem blossuðu upp á milli friðargæsluliða og mótmælenda af serbneskum uppruna í bænum Zvecan í norðanverðu Kósovó á mánudag. Kósovóserbar sniðgengu sveitarstjórnarkosningar sem fóru nýlega fram í þessum héruðum og fyrir vikið náðu Kósovóalbanir kjöri í nokkrum bæjarfélögum. Mótmælendur reyndu að hefta för þeirra á mánudag. Íbúar í norðurhéruðunum eru að langmestu leyti af serbneskum ættum þó að á landsvísu séu um níutíu prósent af albönskum uppruna. Kósovóserbar eru margir enn ósáttir við að Kósovó hafi lýst yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki Kósovó sem fullvalda ríki. Þrjátíu friðargæsluliðar NATO særðust í átökunum og á sjötta tug mótmælenda. Boðað var til frekari mótmæla í dag. Of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir Ásakanir ganga á víxl á milli kósovóskra og serbneskra stjórnvalda. Þau fyrrnefndu saka Aleksandar Vucic, forseta Serbíu, um að ala á sundrung í Kósovó. Vucic segir stjórnvöld í Pristina bera ábyrgð á óróanum nú með því að ætla að koma Kósovóalbönum í bæjarstjórastóla í norðurhluta landsins með valdi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti kósovóska og serbneska leiðtoga til að sýna stillingu og draga úr spennunni. „Það er of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir, við ráðum ekki við enn meiri átök,“ sagði hann við fréttamenn í Brussel.
Kósovó Serbía NATO Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira