Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2025 20:02 Til vinstri má sjá fréttakonu N1 sem sat undir fúkyrðaflaum í útsendingu en fjölmiðilinn tók saman myndband sem sýnir árásir gegn starfsfólki miðilsins. Til vinstri er Igor Bozic, ritstjóri N1. vísir/samsett Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1.
Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira