Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2025 20:02 Til vinstri má sjá fréttakonu N1 sem sat undir fúkyrðaflaum í útsendingu en fjölmiðilinn tók saman myndband sem sýnir árásir gegn starfsfólki miðilsins. Til vinstri er Igor Bozic, ritstjóri N1. vísir/samsett Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í því nítugasta og sjötta. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríka að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í því nítugasta og sjötta. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríka að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1.
Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira