Hitamet slegið á Spáni um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 21:34 Myndin er tekin í Portúgal við Tagus ána í Lissabon. Vísir/EPA Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð. Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð.
Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“