Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Aleksandar Vucic Serbíuforseti fagnaði í gærkvöldi. AP Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan. Serbía Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan.
Serbía Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira