Ungverjaland

Fréttamynd

Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins

Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum.

Erlent
Fréttamynd

Orban fær ótímabunduð tilskipanavald

Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“.

Erlent
Fréttamynd

Vilja slaka á móttökukröfum

Frakkar og Þjóðverjar leggja til að þau ríki Evrópusambandsins sem neita að taka á móti þeim fjölda flóttamanna sem kveðið er á um í samþykktum fái í staðinn að borga sig út úr samkomulaginu.

Erlent
Fréttamynd

Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur

Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega.

Erlent