Erlent

Skip­stjóri úr­skurðaður í þrjá­tíu daga gæslu­varð­hald

Sylvía Hall skrifar
Slysið átti sér stað á Dóná, nærri ungverska þinghúsinu.
Slysið átti sér stað á Dóná, nærri ungverska þinghúsinu. Vísir/Getty
Skipstjóri skemmtiskipsins Viking Sigyn sem lenti í árekstri við útsýnisbátinn Hafmeyjuna í Dóná í Búdapest á fimmtudag hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Efni ákærunnar hefur ekki verið gefið upp en í handtökuskipun er honum gefið að sök að hafa ógnað umferðaröryggi á ánni.

Skipstjórinn er frá Úkraínu og er hann 64 ára gamall. Sjö ferðamenn frá Suður-Kóreu létust í slysinu og óttast er um 21 til viðbótar. Sjö var bjargað úr ánni.

Ættingjar fólksins hafa streymt til Búdapest síðustu daga og hefur bæði þeim og eftirlifendum verið boðin áfallahjálp. Maður sem bjargaði tveimur konum úr ánni segir björgunarstörf hafa verið erfið.

„Föt kvennanna tveggja voru gegnblaut af vatni og það var mjög erfitt að ná þeim upp. Önnur kvennanna var í losti og það gerði okkur erfitt fyrir var að við gátum illa náð sambandi við þær því þær voru báðar frá Kóreu og töluðu ekki ensku og við töluðum ekki kóresku,“ sagði maðurinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×