Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 10:19 Marco Rossi hefur þjálfað ungverska landsliðið frá 2018. EPA-EFE/VASSIL DONEV Þjálfari ungverska karlalandsliðsins í knattspyrnu getur ekki stýrt landsliði sínu á móti Íslandi í Búdapest annað kvöld eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Ítalinn Marco Rossi þjálfar ungverska landsliði og hann hefur verið að fara í smitpróf alla þessa viku eins og aðrir í ungverska hópnum. Nýjasta kórónuveiruprófið hans greindist jákvætt og hann er því kominn í einangrun og má ekki stýra ungverska landsliðinu á morgun. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um EM sæti. A korábbi folyamatos negatív teszteredmények után Marco Rossi legutóbbi vizsgálata pozitív eredményt mutatott. Elkülönítése a játékosoktól, stábtagoktól azonnal megtörtént. További információk a válogatott esti sajtótájékoztatóján. #csakegyutt pic.twitter.com/j6pEnIgjpK— MLSZ (@MLSZhivatalos) November 11, 2020 Samfélagsmiðlar ungverska knattspyrnusambandsins greina frá því að Rossi hafi verið sendur í einangrun um leið og hann greindist með veiruna. Hér fyrir ofan má sjá færslu sambandsins á Twitter. Blaðamannafundur Ungverja átti að vera klukkan ellefu í dag en eftir þessar fréttir var fundinum frestað til sjö í kvöld. Ekki er enn vitað hvort smit Marco Rossi hafi einhverjar afleiðingar fyrir fleiri innan ungversku búbblunnar eða hvort að smitið hafi áhrif á leik Íslands og Ungverjalands annað kvöld. Giovanni Costantino, nánasti aðstoðarmaður Marco Rossi úr þjálfarateymi Ungverja, hefur einnig fengið kórónuveiruna og hefur af þeim sökum misst af undirbúningi liðsins fyrir leikinn. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Þjálfari ungverska karlalandsliðsins í knattspyrnu getur ekki stýrt landsliði sínu á móti Íslandi í Búdapest annað kvöld eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Ítalinn Marco Rossi þjálfar ungverska landsliði og hann hefur verið að fara í smitpróf alla þessa viku eins og aðrir í ungverska hópnum. Nýjasta kórónuveiruprófið hans greindist jákvætt og hann er því kominn í einangrun og má ekki stýra ungverska landsliðinu á morgun. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um EM sæti. A korábbi folyamatos negatív teszteredmények után Marco Rossi legutóbbi vizsgálata pozitív eredményt mutatott. Elkülönítése a játékosoktól, stábtagoktól azonnal megtörtént. További információk a válogatott esti sajtótájékoztatóján. #csakegyutt pic.twitter.com/j6pEnIgjpK— MLSZ (@MLSZhivatalos) November 11, 2020 Samfélagsmiðlar ungverska knattspyrnusambandsins greina frá því að Rossi hafi verið sendur í einangrun um leið og hann greindist með veiruna. Hér fyrir ofan má sjá færslu sambandsins á Twitter. Blaðamannafundur Ungverja átti að vera klukkan ellefu í dag en eftir þessar fréttir var fundinum frestað til sjö í kvöld. Ekki er enn vitað hvort smit Marco Rossi hafi einhverjar afleiðingar fyrir fleiri innan ungversku búbblunnar eða hvort að smitið hafi áhrif á leik Íslands og Ungverjalands annað kvöld. Giovanni Costantino, nánasti aðstoðarmaður Marco Rossi úr þjálfarateymi Ungverja, hefur einnig fengið kórónuveiruna og hefur af þeim sökum misst af undirbúningi liðsins fyrir leikinn.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira