Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2020 23:30 Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann gegndi einnig embættinu á árunum 1998 til 2002. Getty Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42