Formúla 1

Heimsmeistarinn kom fyrstur í mark í Ungverjalandi eftir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamilton fagnar.
Hamilton fagnar. vísir/getty
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag en hann hóf kappaksturinn þriðji. Þetta var hans 81. sigur á ferlinum.

Max Verstappen sem byrjaði á ráspól í dag var í öðru sætinu og Sebastian Vettel lenti í þriðja sætinu en heimsmeistarinn var einfaldlega of öflugur í dag.





Verstappen hefur oftar en ekki þurft að sætta sig við að vera í skugganum á Hamilton en þetta er í fimmta skipti sem Hollendingurinn kemur annar í mark.

Hollendingurinn var lengi vel í forystunni en Mercedes-liðið tók áhættu sem skilaði sér. Englendingurinn náði að vinna upp tuttugu sekúndna forskot Verstappen á síðustu 20 hringjunum.

Hamilton tók svo loks fram úr Verstappen er þrír hringir voru eftir en Hamilton er nú með 62 stigum meira en næsti maður í keppni ökuþóra. 234 stig eru í pokanum svo sjötti heimsmeistaratitill Hamilton er svo gott sem klár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×