Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 14:42 Orban forsætisráðherra hefur ýtt Ungverjalandi æ lengra í átt að ófrjálslyndi og valdboðshyggju. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína. Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína.
Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00