Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 14:42 Orban forsætisráðherra hefur ýtt Ungverjalandi æ lengra í átt að ófrjálslyndi og valdboðshyggju. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína. Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína.
Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00