Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. maí 2020 13:44 Guðlaugur Þór Þórðarson. „Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
„Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42