Spánn Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Erlent 20.6.2024 15:25 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Erlent 19.6.2024 17:47 Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. Innlent 19.6.2024 10:47 Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Innlent 10.6.2024 19:36 Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Erlent 4.6.2024 12:32 „Ef við erum lausnamiðuð þá sköpum við tækifærin“ Röð atburða leiddi til þess að Kolbrún Róbertsdóttir tók stóra og djarfa ákvörðun árið 2012. Hún flutti til Spánar ásamt börnunum sínum þremur, og það eina sem höfðu meðferðis voru fimm ferðatöskur. Kolbrún lét hjartað ráða för og leyfði tækifærunum að koma til sín. Það borgaði sig á endanum; hún opnaði jógastúdíó við suður strönd Spánar. Lífið 2.6.2024 08:01 Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. Erlent 30.5.2024 18:21 Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. Erlent 30.5.2024 11:07 Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. Innlent 28.5.2024 14:16 Fer fótgangandi tæpa 800 kílómetra Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar. Lífið 26.5.2024 09:12 Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Innlent 24.5.2024 08:09 Fjórir látnir eftir að bygging hrundi á Majorku Fjórir eru látnir eftir að bygging hrundi á spænsku eyjunni Majorka um klukkan hálf níu að staðartíma. 27 manns eru auk þess slasaðir. Erlent 23.5.2024 21:39 Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. Innlent 22.5.2024 10:48 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. Erlent 22.5.2024 07:26 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. Innlent 21.5.2024 17:50 Spánverjar kalla sendiherrann heim í kjölfar ummæla Milei Spænska ríkisstjórnin hefur kallað sendiherrann sinn í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, heim og ítrekað kröfu sína um að Javier Milei, forseti Argentínu, biðjist afsökunar á hegðun sinni. Leiðtogar þjóðanna tveggja hafa eldað grátt silfur undanfarnar vikur í kjölfar ummæla samgönguráðherrans spænska Óscar Puente í garð Milei. Erlent 20.5.2024 17:47 Spánverjar neita skipi með vopn innanborðs um að leggja að bryggju Stjórnvöld á Spáni hafa neitað skipi um leyfi til að leggja að bryggju þar sem um borð eru vopn á leið til Ísrael. Utanríkisráðherra landsins segir þetta í samræmi við afstöðu Spánar. Erlent 17.5.2024 06:39 Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. Innlent 16.5.2024 08:53 Aðskilnaðarsinnar að missa þingmeirihluta í Katalóníu Aðskilnaðarsinnar sem hafa myndað meirihluta á þingi í Katalóníuhéraði á Spáni virðast ætla að missa þingmeirihluta sinn í kosningum sem fóru fram í dag. Nær öll atkvæði hafa verið talin og útlit er fyrir sigur sambandssinnaðra sósíalista. Erlent 12.5.2024 23:33 Í lagi að sætta sig við að vera barnlaus Unnur Arndísardóttir býr á Spáni með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni og hundinum þeirra Álfi litla. Þar heldur hún námskeið, stundar hugleiðslu og vinnur sem jógakennari og heilari. Unnur og Jón Tryggvi eru barnlaus en reyndu í mörg ár að eignast barn. Lífið 9.5.2024 08:05 Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. Erlent 4.5.2024 14:43 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. Erlent 29.4.2024 10:25 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. Erlent 28.4.2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. Erlent 25.4.2024 09:41 Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Erlent 20.4.2024 16:10 Afsalta sjó til drykkjar í þurrki í Barcelona Yfirvöld í Katalóníu á Spáni ætla að koma upp fljótandi afsöltunarstöð til þess að tryggja borgarbúum í Barcelona drykkjarvatn í langvarandi þurrki sem geisar þar. Borgin reiðir sig nú þegar á stærstu afsöltunarstöð Evrópu til þess að bæta upp fyrir minnkandi úrkomu. Erlent 18.4.2024 21:35 Hver á hvaða kálfa á Tenerife? Listafólkið og gleðisprengjurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Mýrdal og Snorri Helgason hafa notið sólarinnar á Tenerife síðastliðna daga. Þó ekki aðeins á sundlaugabakkanum. Lífið 11.4.2024 11:21 Fönguðu hamingjuna og liðin augnablik á ströndinni á Tenerife „Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu. Lífið 7.4.2024 11:01 Ákærður og horfir fram á fangelsisdóm fyrir kossinn óumbeðna Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjátíu mánaða fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. Fótbolti 28.3.2024 10:46 Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Innlent 25.3.2024 11:23 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 33 ›
Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Erlent 20.6.2024 15:25
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Erlent 19.6.2024 17:47
Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. Innlent 19.6.2024 10:47
Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Innlent 10.6.2024 19:36
Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Erlent 4.6.2024 12:32
„Ef við erum lausnamiðuð þá sköpum við tækifærin“ Röð atburða leiddi til þess að Kolbrún Róbertsdóttir tók stóra og djarfa ákvörðun árið 2012. Hún flutti til Spánar ásamt börnunum sínum þremur, og það eina sem höfðu meðferðis voru fimm ferðatöskur. Kolbrún lét hjartað ráða för og leyfði tækifærunum að koma til sín. Það borgaði sig á endanum; hún opnaði jógastúdíó við suður strönd Spánar. Lífið 2.6.2024 08:01
Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. Erlent 30.5.2024 18:21
Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. Erlent 30.5.2024 11:07
Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. Innlent 28.5.2024 14:16
Fer fótgangandi tæpa 800 kílómetra Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar. Lífið 26.5.2024 09:12
Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Innlent 24.5.2024 08:09
Fjórir látnir eftir að bygging hrundi á Majorku Fjórir eru látnir eftir að bygging hrundi á spænsku eyjunni Majorka um klukkan hálf níu að staðartíma. 27 manns eru auk þess slasaðir. Erlent 23.5.2024 21:39
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. Innlent 22.5.2024 10:48
Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. Erlent 22.5.2024 07:26
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. Innlent 21.5.2024 17:50
Spánverjar kalla sendiherrann heim í kjölfar ummæla Milei Spænska ríkisstjórnin hefur kallað sendiherrann sinn í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, heim og ítrekað kröfu sína um að Javier Milei, forseti Argentínu, biðjist afsökunar á hegðun sinni. Leiðtogar þjóðanna tveggja hafa eldað grátt silfur undanfarnar vikur í kjölfar ummæla samgönguráðherrans spænska Óscar Puente í garð Milei. Erlent 20.5.2024 17:47
Spánverjar neita skipi með vopn innanborðs um að leggja að bryggju Stjórnvöld á Spáni hafa neitað skipi um leyfi til að leggja að bryggju þar sem um borð eru vopn á leið til Ísrael. Utanríkisráðherra landsins segir þetta í samræmi við afstöðu Spánar. Erlent 17.5.2024 06:39
Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. Innlent 16.5.2024 08:53
Aðskilnaðarsinnar að missa þingmeirihluta í Katalóníu Aðskilnaðarsinnar sem hafa myndað meirihluta á þingi í Katalóníuhéraði á Spáni virðast ætla að missa þingmeirihluta sinn í kosningum sem fóru fram í dag. Nær öll atkvæði hafa verið talin og útlit er fyrir sigur sambandssinnaðra sósíalista. Erlent 12.5.2024 23:33
Í lagi að sætta sig við að vera barnlaus Unnur Arndísardóttir býr á Spáni með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni og hundinum þeirra Álfi litla. Þar heldur hún námskeið, stundar hugleiðslu og vinnur sem jógakennari og heilari. Unnur og Jón Tryggvi eru barnlaus en reyndu í mörg ár að eignast barn. Lífið 9.5.2024 08:05
Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. Erlent 4.5.2024 14:43
Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. Erlent 29.4.2024 10:25
Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. Erlent 28.4.2024 08:40
Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. Erlent 25.4.2024 09:41
Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Erlent 20.4.2024 16:10
Afsalta sjó til drykkjar í þurrki í Barcelona Yfirvöld í Katalóníu á Spáni ætla að koma upp fljótandi afsöltunarstöð til þess að tryggja borgarbúum í Barcelona drykkjarvatn í langvarandi þurrki sem geisar þar. Borgin reiðir sig nú þegar á stærstu afsöltunarstöð Evrópu til þess að bæta upp fyrir minnkandi úrkomu. Erlent 18.4.2024 21:35
Hver á hvaða kálfa á Tenerife? Listafólkið og gleðisprengjurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Mýrdal og Snorri Helgason hafa notið sólarinnar á Tenerife síðastliðna daga. Þó ekki aðeins á sundlaugabakkanum. Lífið 11.4.2024 11:21
Fönguðu hamingjuna og liðin augnablik á ströndinni á Tenerife „Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu. Lífið 7.4.2024 11:01
Ákærður og horfir fram á fangelsisdóm fyrir kossinn óumbeðna Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjátíu mánaða fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. Fótbolti 28.3.2024 10:46
Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Innlent 25.3.2024 11:23