Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Svava Marín Óskarsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 16. janúar 2025 17:25 Katrín Halldóra lýsti ferð sinni til Tenerife með skoplegum hætti í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins. Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins.
Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira