Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 20:04 Söngkonan Melody tekur þátt í keppninni fyrir hönd Spánar með lagið Esa diva. Getty Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Eurovision 2025 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Eurovision 2025 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“