Lífið

Elska að skvetta vatni á á­horf­endur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Háhyrningurinn gerði sér lítið fyrir og skellti kossi á þjálfara sinn.
Háhyrningurinn gerði sér lítið fyrir og skellti kossi á þjálfara sinn.

Það er eins gott að vera vel klæddur í vatnsheldum fötum þegar farið er á háhyrningasýningu á Tenerife því það skemmtilegasta sem háhyrningarnir gera er að skvetta vatni á áhorfendur. Þá kunna háhyrningar að dansa eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður varð vitni að á dögunum.

Magnús Hlynur skellti sér í dýragarðinn Loro Park norðanmegin á Tenerife. Garðurinn nýtur gífurlegra vinsælda, enda er mjög gaman að koma í garðinn og þar er mörg dýr að sjá. Hægt er að fara á fjölbreyttar sýningar, meðal annars háhyrningasýningu sem er toppurinn hjá mörgum. Óhætt er að segja að Magnús Hlynur hafi skemmt sér konunglega í garðinum líkt og myndbandið hér fyrir neðan ber með sér.

Sérstakar regnslár í boði

„Hann kann að dansa, maður minn!“ segir hugfanginn Magnús Hlynur meðal annars á einum tímapunkti þegar háhyrningur leikur listir sínar. Hægt er að velja sér mismunandi sæti í stúkunni á sýningunum.

Þeir sem eru næst háhyrningunum geta keypt sér sérstakar regnslár til að forðast að blotna mikið. Stór hluti sýninganna er að sjá þegar háhyrningarnir leika sér að skvetta sem mestu vatni á áhorfendur.

Stundum kalla þjálfararnir á háhyrningana til sín svo athygli vekur. Ekki má gleyma höfrungunum sem veita háhyrningunum mikla samkeppni í að leika listir sínar með mögnuðum stökkum. Að lokum fékk einn af þjálfurunum koss frá einum háhyrningnum fyrir vel heppnaða sýningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.