Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 07:45 Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir það á ábyrgð fólks að vita hvar og hvernig það getur nálgast réttar upplýsingar verði krísuástand hér eins og skapaðist á Spáni og Portúgal í vikunni þegar rafmagn fór af. Vísir/Arnar Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. „Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar. Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Vissulega er misjafnt ástandið eftir því hvar er stigið niður fæti hjá íslenskum innviðum en heilt á litið stöndum við nokkuð vel,“ segir Guðmundur Arnar en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann hefur síðustu misseri unnið að því að kortleggja birgjatengingu á milli ólíkra innviða. Rekstraraðilar hafi það verkefni að setja kerfin upp þannig þau séu með mesta þolið gagnvart svona atvikum. „Það verði ekki svona keðjuverkandi áhrif sem taki út kerfin í heilu lagi, að það falli bara út á landsvísu.“ Hann segir viðbragðsáætlanir til staðar og þær séu svo nýlegar að þær geti tekið á svona óvissuástandi. Þær eigi að nýtast í krísuástandi sem komi upp. Það sé á sama tíma nauðsynlegt að viðbragsáætlanir séu æfðar. Lóa Pind Aldísardóttir lýsti því í viðtali í kvöldfréttunum í gær að óþægilegast við ástandið hafi verið að vita ekkert hvað væri í gangi en stjórnvöld voru í nokkrum erfiðleikum með að koma upplýsingum til almennings þegar rafmagnið fór af. Hún sagði það hræðileg upplifun að hafa verið án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Vöruðu við upplýsingaóreiðu Guðmundur Arnar segir spænsk stjórnvöld hafa varað við upplýsingaóreiðu sem geti skapast við svona ástand og það sé mikilvægt að hafa það bak við eyrað, komi upp svona aðstæður, að það sé skilgreint hver eigi að taka á svona ástandi og koma upplýsingum til almennings. Sjá einnig: Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar „Ef það er ekki hægt að gera það með þekktum leiðum, beinum samskiptum eða ólínulegri dagskrá eru fjölmiðlar nýttir og ríkisfjölmiðillinn sendir út á útvarpstíma og það þarf hreinlega að leggja það á herðar fólks að ef að það er algjört blackout eins og var á Spáni þurfa þau að leita sér eftir réttum upplýsingum hjá aðilum sem eru að veita þessar réttu upplýsingar, það væri í okkar tilfelli almannavarnir,“ segir Guðmundur Arnar. Gott að eiga útvarp Hann segir í þessu samhengi gott að eiga útvarp á heimilinu með FM móttaka og batterí til að koma því í gang. Guðmundur bendir á átak Rauða krossins þar sem farið er yfir það sem á að vera í neyðarkassa á heimilinu. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðasta sumar.
Spánn Portúgal Orkumál Netöryggi Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37