Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 14:22 Helena Rós Sturludóttir Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld. Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld.
Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21