Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 14:22 Helena Rós Sturludóttir Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld. Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld.
Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent