Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 12:20 Starfsmenn hafa sést mótmæla fyrir utan hótel á eyjunni. Vísir/Tómas Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn á Tenerife og öðrum Kanaríeyjum eru í verkfalli. Íslendingur á eyjunni segir háværa mótmælendur standa fyrir utan flest hótelin. „Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
„Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50