„Við erum mjög háð rafmagninu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 21:11 Magni Þór Pálsson er verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Stöð 2 Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. „Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann. Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann.
Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira