

Sportið í dag er fréttaþáttur um íþróttir á Stöð 2 Sport. Þátturinn er sýndur alla virka daga klukkan 15.00.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni.
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður til fimmtán ára, var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Emil spjallaði við Ríkharð Óskar Guðnason og fóru þeir yfir víðan völl.
Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá.
EInar Jónsson verður næsti þjálfari norska C-deildarliðsins Bergsøy. Hann hlakkar til að starfa í Noregi á nýjan leik.
Hornamaður FH mun ekki þiggja laun það sem eftir er þessa tímabils.
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar.
Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni.
Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar.
Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag.
Formaður handknattleiksdeildar ÍR segir að launin í íslenskum íþróttum séu of há og markaðurinn sé ekki sjálfbær.
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni.
Þjálfaraskipti verða hjá karlaliði ÍR í handbolta eftir tímabilið.
Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir.
Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, segir að þrátt fyrir stóra skuld KR sé staða félagsins ekki eins slæm og hún líti út fyrir að vera.
Enski markahrókurinn segist vera ánægður að hafa spilað með sínu heimaliði en segir að dvölin hjá Darlington hafi ekki verið neinn dans á rósum.
Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, segir að sérsamböndin séu fjær því að fá nýjan þjóðarleikvang nú en fyrir nokkrum vikum síðan. Þar sé kórónuveiran stærsta skýringin.
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar.
Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Austurbergið, íþróttahús ÍR í Breiðholti, á föstudaginn var en þar er nóg um að vera þó engir iðkendur séu í húsinu.
Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í.
Rafíþróttir, eða E-sports, njóta mikilla vinsælda þessa dagana og þá sérstaklega þar sem íþróttum í raunheiminum hefur nær öllum verið frestað ótímabundið vegna COVID-19.
Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin.
Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn.
Hitatjaldið er ekki lengur yfir Laugardalsvellinum en það var óvænt tekið af vellinum í dag.
Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax.
Heimir Guðjónsson verður gestur í þættinum Sportið í kvöld.
Henry Birgir líkti ákvörðun Tom Brady við það að taka að sér sjálfsmorðsverkefni þegar hann ræddi vistaskitpi Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði.
„Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins.
Jón Axel Guðmundsson var algjör lykilmaður í liði Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Lokatímabili hans með liðinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirunnar.