Einar tekur við norsku liði: „Markmiðið að komast í úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 16:09 Einar þjálfar í Noregi næstu þrjú árin. vísir/daníel Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Bergsøy. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Einar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Þeir hafa mikinn metnað að komast hærra og það býr mikið í liðinu og félaginu. Það stendur vel fjárhagslega. Markmiðið er að komast upp í 1. deildina og svo úrvalsdeildina ef allt gengur að óskum. Við lítum á þetta sem þriggja ára verkefni.“ Í vetur hefur Einar þjálfað H71 í Færeyjum með afar góðum árangri. Þar áður var hann þjálfari karlaliðs Gróttu. Einar þekkir ágætlega til í Noregi en hann þjálfaði kvennalið Molde á árunum 2013-15 og kom liðinu upp um tvær deildir. Einar hefur einnig þjálfað karla- og kvennalið Fram og karlalið Stjörnunnar. Hann gerði karlalið Fram að Íslandsmeisturum 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011. Einar segir að það komi til greina að fá íslenska eða færeyska leikmenn til Bergsøy. „Það gæti alveg gerst. Við erum að velta leikmannamálunum fyrir okkur. Leikmannahópurinn er góður fyrir en við erum bæði að skoða Íslendinga og Færeyinga,“ sagði Einar sem segist hlakka til starfa aftur í Noregi. „Mér leið mjög vel í Noregi þegar ég var þar síðast. Þetta verkefni er ekkert ósvipað. Ég tók við kvennaliði Molde á sama stað og þetta lið er á. Ég hef mikla trú á þessu. Noregur er á gríðarlega mikilli uppleið í handboltanum eins og allir vita. Svo eru vonandi ákveðnir möguleikar í framhaldinu. Þetta er miklu stærri en hér heima.“ Viðtalið við Einar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Einar fer til Noregs Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Norski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira