Stormur í vatnsglasi en lækka um sjö prósent í launum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 22:00 Mágarnir töluðu frá suður Svíþjóð í dag þar sem fer vel um þá á þessum erfiðu tímum en unnusta Ólafs er systir Bjarna. vísir/skjáskot Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér
Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira