Sportið í dag: „Misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu en aldrei hugsað um að hætta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 19:30 Rögnvaldur Hreiðarsson er einn reynslumesti dómari landsins. vísir/bára Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn