Rafíþróttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Græn­lensku börnin spiluðu tölvu­leiki með stjörnur í augunum

„Það var smá feimni í gangi en aldrei að vita nema ein­hver vina­sam­bönd hafi myndast,“ segir raf­í­þrótta­þjálfarinn Daníel Sigur­vins­son um heim­sókn um 30 græn­lenskra grunn­skóla­barna í Arena þar sem látið var á það reyna hvort hægt væri að nota tölvu­leiki til þess að tengja þau við ís­lenska krakka sem þar æfa.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Hníf­jafnt á toppnum í Rocket Leagu­e

Þriðja um­­­ferð GR Verk Deildarinnar í Rocket Leagu­e fór fram í gær­­kvöld og skemmst frá því að segja að úr­­slit leikja höfðu lítil á­hrif á stiga­töfluna, fyrir utan það helst að ríkjandi meistarar Þórs og OGV eru nú hníf­jöfn á toppnum.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum

Þrír leikir fóru fram í 4. um­­­ferð Tölvu­lista­­deildarinnar í Overwatch á laugar­­daginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svaka­legum leik“ eins og Óskar og Guð­ný Stefanía orðuðu það í beinni út­sendingu frá um­ferðinni.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Bar­áttan harðnar í Val­orant

Fjórða um­­­ferð Mílu­­deiladarinnar í Val­orant fór fram á föstu­­dags­­kvöld og ljóst var á leikjum kvöldsins að farið er að hitna í kolunum og bar­áttan á toppi deildarinnar að harðna, bæði um topp­sætið að tryggja sig á­fram í fjögurra liða úr­slit.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Du­sty aftur á toppinn eftir 4. um­ferð

Fjórðu um­­­­­­­­­ferð Ljós­­­­­leiðara­­­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke lauk í gær­­­­kvöld með þremur leikjum þar sem Du­sty sigraði Raf­ík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Fortni­te er aðal­leikurinn

„Þetta var frekar tæpt sko,“ segir Filip Kosta um 1. sætið sem þeir Tómas Hrafn Gunnars­son, fé­lagi hans úr Breiða­bliki, náðu í tví­liða­leik í Fortni­te í flokki 8-12 ára á ung­menna­mótinu sem haldið var í Arena um helgina.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Ó­breytt staða á toppnum í Rocket Leagu­e

Önnur um­ferð GR Verk Deildarinnar í Rocket Leagu­e fór fram í gær­kvöld og skemmst frá því að segja að úr­slitin í leikjunum þremur höfðu lítil á­hrif á stöðu liðanna í deildinni þar sem ríkjandi meistarar Þórs tróna enn á toppnum.

Rafíþróttir
Fréttamynd

„Ég er í sjokki eftir þennan leik“

Þriðja um­­­ferð ELKO-Deildarinnar í Fortni­te fór fram á mánu­­dags­­kvöld og lauk þannig að i­Kristoo er kominn með 141 stig sem duga honum til að ná topp­sætinu af denas 13 sem er í 2. sæti með 135 stig.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Ár­menningar tap­lausir á toppnum

Fjórða um­­­­­­­ferð Ljós­­­­leiðara­­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­­­kvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Venus 0-2 og Veca tapaði fyrir Ár­manni 0-2.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Mikið fjör á fjöl­­mennu ung­­menna­­móti

„Þetta var mikið fjör og rosa­lega skemmti­legt,“ segir Atli Már Guð­finns­son, verk­efna­stjóri hjá Raf­í­þrótta­sam­bandi Ís­lands, um KIA Ung­menna­mótið sem fór fram í Arena, þjóðar­leik­vangi raf­í­þrótta á Ís­landi, um helgina.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Frá­bær enda­sprettur hjá Veca gerði út af við Hött

Þriðja um­­­ferð Ljós­­leiðara­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­kvöld með tveimur leikjum þar sem Veca sigraði Hött 2-1 og Ár­mann lagði lið RAF­ÍK 2-0. Með sigrinum í gær komst Veca í annað sæti deildarinnar en þegar þrír leikir eru eftir í um­ferðinni er Ár­mann í fyrsta sæti og Du­sty í því þriðja.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Ó­venju mörg ný and­lit í Rocket Leagu­e

Móta­stjórinn Stefán Máni Unnars­son segir spennuna í Rocket Leagu­e-sam­fé­laginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en ó­venju miklar inn­byrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftir­væntinguna.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Grimm bar­átta og sviptingar í Fortni­te

Önnur um­ferð ELKO-Deildarinnar í Fortni­te fór fram á mánu­dags­kvöld og nokkrar sviptingar voru á stiga­töflunni á meðan um 55 spilarar tókust á í tveimur leikjum sem höfðu tals­verð á­hrif á stöðuna á topp 10 listanum.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Sam­stilltir Þórsarar af­greiddu ryðgaða Böðla

Þrír leikir fóru fram í 2. um­ferð Tölvu­lista­deildarinnar í Overwatch á laugar­daginn og að henni lokinni er lið Þórs í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Böðlunum sem máttu sín ekki mikils gegn þéttum and­stæðingum sem hafa lengi spilað saman.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Klu­tz réði ekkert við Gold­Dig­gers

Bar­áttan var hörð og ýmis­legt gekk á í 2. um­ferð Mílu­deildarinnar í Val­orant á föstu­dags­kvöld þar sem sann­færandi sigur Gold­Dig­gers á Klu­tz kom lýs­endunum Mist Reyk­dal Magnús­dóttur og Daníel Mána Óskars­syni einna helst á ó­vart.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Met­þátt­taka í kvenna­deildinni í Val­orant

„Þetta er stærsta Val­orant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúr­lega eina kvenna- og kyn­segin­mótið,“ segir Daníel Máni Óskars­son, móta­stjóri í Mílu­deildarinnar í Val­orant. Verð­launa­féð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin raf­í­þrótta­deild, önnur en Coun­ter Stri­ke, verið með yfir milljón í verð­launa­fé.

Rafíþróttir