Brynjar Þór: Fannst þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 21:00 Brynjar Þór Björnsson hefur miklar áhyggjur af stöðu mála vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar. Vísir/Bára Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira