Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Fjallar um mína eigin reynslu þegar ég var að koma úr skápnum“

Hljómsveitin Vök sendir í dag frá sér nýtt myndband við lagið Lost in the Weekend sem hefur verið í mikilli spilun frá því að það kom út nýverið. Það vekur athygli að Margrét Rán er persónulegri í textagerðinni en áður og leitast við að gera ákveðið uppgjör við unglingsárin.

Albumm
Fréttamynd

Leikarinn Paul Ritter er látinn

Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond.

Lífið
Fréttamynd

Syngjandi systur á Hvolsvelli

Þrjár systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa ekki setið með hendur í skauti um páskana því þær hafa notið þess að syngja saman. Pabbi og fósturpabbi þeirra spilar undir hjá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Mixuðu níu tíma dansveislu fyrir páskana

Páskaþáttur af tónlistarþættinum PartyZone 2021 fór í loftið á Vísi um helgina. Þema þáttarins að þessu sinni var árið 2000. „Árið 2000 var frábært danstónlistar ár og skemmtanalífið hér á landi var mjög viðburðaríkt. Það má segja að plötusnúðamenningin og danssenan hafi verið á algerum yfirsnúningi þetta herrans aldamótaár árið 2000,“ segir í lýsingu aðstandenda þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Súludansinn sveiflar sér yfir á netið

„Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision

Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar.

Lífið
Fréttamynd

Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19

Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tón­list“

Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi.

Lífið
Fréttamynd

Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað

Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Maður þarf ekki að geðjast öllum“

Alexander Freyr Olgeirsson hefur verið í tónlist frá 13 ára aldri og í næstu viku gefur hann út sína fyrstu barnaplötu. Platan kemur út 1. apríl og kallast Út í geim og aftur heim.

Lífið
Fréttamynd

Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi

„Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær.

Lífið