Biður foreldra sína fyrirgefningar í nýju lagi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Júlí Heiðar var að senda frá sér lagið Brenndur og segir það meðal annars afsökunarbeiðni til foreldra sinna. Ljósmynd: Óli Már, Grafík: Þura Stína Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar var að senda frá sér lagið Brenndur, sem fylgir á eftir hinu gífurlega vinsæla ástarlagi Ástin heldur vöku. Júlí frumflutti lagið í gær í beinni hjá Gústa B í útvarpsþættinum Veisla á FM957. Blaðamaður tók púlsinn á tónlistarmanninum og fékk að heyra söguna á bak við lagið. „Lagið Brenndur er sprottið út frá minni reynslu og þá sérstaklega minni æsku. Lagið fjallar um upplifun mína af einelti þegar ég var barn og samskipti mín við mína nánustu fjölskyldu og vini þegar ég er um tvítugt,“ segir Júlí Heiðar. Hann segist hafa átt virkilega góða æsku, uppeldi og foreldra og fyrir vikið taldi hann sig hafa verið nokkuð sterkan einstakling. Hins vegar átti hann ekki auðvelda skólagöngu. „Ég varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og þegar maður verður fyrir ítrekuðu aðkasti þá er það bara þannig að það fara að myndast sprungur sem erfitt er að fylla upp í án aðstoðar, þá sérstaklega þegar maður er ungur.“ Nýja lag Júlí Heiðar sprettur úr erfiðri reynslu hans í grunnskóla.Óli Már Brotin sjálfsmynd úr æsku Í þessu lagi lítur Júlí til baka og fer yfir farinn veg. „Mín mesta eftirsjá snýr klárlega að því hvernig ég kom fram við foreldra mína og systkini þegar ég var um tvítugt. Á þessum tíma frá 19 ára til 23 ára hefði ég farið út af sporinu sem ég tengi aðeins við brotna sjálfsmynd og áhrif eineltis úr minni æsku. Þetta hafði mikil áhrif á fjölskylduna mína en það er eitthvað sem ég gat ekki skilið fyrr en ég varð foreldri sjálfur. Svo lagið er einhverskonar afsökunarbeiðni til þeirra og vitnar í þá sjálfsvinnu sem ég hef þurft að fara í vegna brotinnar sjálfsmyndar frá æsku.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Ákveðið ferðalag að skanna ævi sína Júlí segir að sjálfsvinnan hafi skilað honum betri líðan. „Í dag hef ég unnið að miklu leyti úr eineltinu og tel mig vera á góðum stað í lífinu, hamingjusamur, góður faðir og í frábæru sambandi. Það er ákveðið ferðalag að skanna ævi sína, sem spannar þó ekki nema 31 ár, skoða hvaðan maður kemur, hvert maður fór, hvar maður er og hvert maður stefnir í lífinu. Mér finnst gott að skrifa um þessa hluti og er það mín leið til að skilja mig betur og þroskast.“ Júlí Heiðar segir sjálfsvinnuna hafa gert magnaða hluti fyrir sig.Óli Már/Þura Stína Textinn kom auðveldlega fram Júlí þurfti ekki að leita langt eftir innblæstri og var ekki lengi að semja lagið. „Ætli þessar pælingar hafi ekki alltaf verið mjög ofarlega í mínum huga. Textinn, líkt og textinn við Ástin heldur vöku, kom mjög auðveldlega til mín og varð til á nokkrum mínútum þegar ég sat með sonum mínum að horfa á sjónvarpið. Fannar Freyr Magnússon tók svo við laginu þegar ég var búinn að leggja píanóið og sönginn. Ég vissi hvert ég vildi fara með lagið en Fannar tók það síðan á næsta stig og smíðaði í kringum það hljóðheim sem var fullkominn til þess að skila sögunni og tilfinningunum. Eva Hauksdóttir kom síðan að laginu, útsetti og spilaði inn fiðlur en það gerði hún í veikindaleyfi með Covid, stödd í íbúð sinni í Brussel.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Ávinningur fyrir alla að tala um sína líðan Að lokum spurði blaðamaður hvernig það væri að senda svona persónulega hluti frá sér í gegnum tónlistina. „Tilfinningar, líðan og upplifanir eiga ekki að vera skömm og ég held að það sé bara ávinningur fyrir alla ef fólk talar um sína líðan. Mér finnst gott að segja mína sögu og tala um mínar tilfinningar í tónlistinni minni og frábært ef einhver tengir við það.“ Lagið er annar síngúll af væntanlegri plötu í haust og má gera ráð fyrir því að platan í heild sinni verði á persónulegu nótunum líkt og Brenndur og Ástin heldur vöku. Tónlist Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 Júlí Heiðar líklegur til vinsælda Íslenski listinn á FM957 heldur áfram með mikla stemningu á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00. 11. desember 2021 16:01 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Lagið Brenndur er sprottið út frá minni reynslu og þá sérstaklega minni æsku. Lagið fjallar um upplifun mína af einelti þegar ég var barn og samskipti mín við mína nánustu fjölskyldu og vini þegar ég er um tvítugt,“ segir Júlí Heiðar. Hann segist hafa átt virkilega góða æsku, uppeldi og foreldra og fyrir vikið taldi hann sig hafa verið nokkuð sterkan einstakling. Hins vegar átti hann ekki auðvelda skólagöngu. „Ég varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og þegar maður verður fyrir ítrekuðu aðkasti þá er það bara þannig að það fara að myndast sprungur sem erfitt er að fylla upp í án aðstoðar, þá sérstaklega þegar maður er ungur.“ Nýja lag Júlí Heiðar sprettur úr erfiðri reynslu hans í grunnskóla.Óli Már Brotin sjálfsmynd úr æsku Í þessu lagi lítur Júlí til baka og fer yfir farinn veg. „Mín mesta eftirsjá snýr klárlega að því hvernig ég kom fram við foreldra mína og systkini þegar ég var um tvítugt. Á þessum tíma frá 19 ára til 23 ára hefði ég farið út af sporinu sem ég tengi aðeins við brotna sjálfsmynd og áhrif eineltis úr minni æsku. Þetta hafði mikil áhrif á fjölskylduna mína en það er eitthvað sem ég gat ekki skilið fyrr en ég varð foreldri sjálfur. Svo lagið er einhverskonar afsökunarbeiðni til þeirra og vitnar í þá sjálfsvinnu sem ég hef þurft að fara í vegna brotinnar sjálfsmyndar frá æsku.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Ákveðið ferðalag að skanna ævi sína Júlí segir að sjálfsvinnan hafi skilað honum betri líðan. „Í dag hef ég unnið að miklu leyti úr eineltinu og tel mig vera á góðum stað í lífinu, hamingjusamur, góður faðir og í frábæru sambandi. Það er ákveðið ferðalag að skanna ævi sína, sem spannar þó ekki nema 31 ár, skoða hvaðan maður kemur, hvert maður fór, hvar maður er og hvert maður stefnir í lífinu. Mér finnst gott að skrifa um þessa hluti og er það mín leið til að skilja mig betur og þroskast.“ Júlí Heiðar segir sjálfsvinnuna hafa gert magnaða hluti fyrir sig.Óli Már/Þura Stína Textinn kom auðveldlega fram Júlí þurfti ekki að leita langt eftir innblæstri og var ekki lengi að semja lagið. „Ætli þessar pælingar hafi ekki alltaf verið mjög ofarlega í mínum huga. Textinn, líkt og textinn við Ástin heldur vöku, kom mjög auðveldlega til mín og varð til á nokkrum mínútum þegar ég sat með sonum mínum að horfa á sjónvarpið. Fannar Freyr Magnússon tók svo við laginu þegar ég var búinn að leggja píanóið og sönginn. Ég vissi hvert ég vildi fara með lagið en Fannar tók það síðan á næsta stig og smíðaði í kringum það hljóðheim sem var fullkominn til þess að skila sögunni og tilfinningunum. Eva Hauksdóttir kom síðan að laginu, útsetti og spilaði inn fiðlur en það gerði hún í veikindaleyfi með Covid, stödd í íbúð sinni í Brussel.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Ávinningur fyrir alla að tala um sína líðan Að lokum spurði blaðamaður hvernig það væri að senda svona persónulega hluti frá sér í gegnum tónlistina. „Tilfinningar, líðan og upplifanir eiga ekki að vera skömm og ég held að það sé bara ávinningur fyrir alla ef fólk talar um sína líðan. Mér finnst gott að segja mína sögu og tala um mínar tilfinningar í tónlistinni minni og frábært ef einhver tengir við það.“ Lagið er annar síngúll af væntanlegri plötu í haust og má gera ráð fyrir því að platan í heild sinni verði á persónulegu nótunum líkt og Brenndur og Ástin heldur vöku.
Tónlist Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 Júlí Heiðar líklegur til vinsælda Íslenski listinn á FM957 heldur áfram með mikla stemningu á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00. 11. desember 2021 16:01 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01
Júlí Heiðar líklegur til vinsælda Íslenski listinn á FM957 heldur áfram með mikla stemningu á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00. 11. desember 2021 16:01