Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir skrifa 27. apríl 2022 13:30 Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Myndlist Söfn Reykjavík Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun