Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir skrifa 27. apríl 2022 13:30 Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Myndlist Söfn Reykjavík Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun