Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Biður foreldra sína fyrirgefningar í nýju lagi

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar var að senda frá sér lagið Brenndur, sem fylgir á eftir hinu gífurlega vinsæla ástarlagi Ástin heldur vöku. Júlí frumflutti lagið í gær í beinni hjá Gústa B í útvarpsþættinum Veisla á FM957. Blaðamaður tók púlsinn á tónlistarmanninum og fékk að heyra söguna á bak við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu

Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn.

Tónlist
Fréttamynd

Berdreymi: Strákarnir okkar eru ekki í lagi

Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, var frumsýnd sl. föstudag. Leikstjóri og höfundur hennar er Guðmundur Arnar Guðmundsson, þetta er hans önnur kvikmynd, en áður hefur hann gert Edduverðlaunamyndina Hjartastein. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Mar­­got Robbie og Ryan Gosling verða Bar­bie og Ken

Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sigraði Overtune Showdown með kynþokkanum

„Konan mín er kominn rúma 7 mánuði á leið og segir oft að ég sé svo sexý þegar ég þríf. Mér fannst það frábær hugmynd og fyndin til að nota inn á Overtune. Svo kom lagið fáránlega vel út. Þetta app er miklu meira en ég bjóst við,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Örn Magnússon, betur þekktur sem Bixxi, en hann bar sigur úr bítum í Overtune Showdown Vísis, með lag sitt Sexý þegar ég þríf.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skepta heldur tón­­leika á Ís­landi í sumar

Einn stærsti tón­listar­maður Bret­lands, rapparinn Skepta, er væntan­legur til landsins til að halda sínu fyrstu sól­ótó­leika á Ís­landi. Hann er ein stærsta stjarna rapp­heimsins sem hefur haldið tón­leika á Ís­landi.

Tónlist
Fréttamynd

Svala Björgvins og Sósa eru fluttar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er flutt og er um þessar mundir að koma sér vel fyrir í nýrri bjartri íbúð ásamt hundinum Sósu. Þær ætla að hafa það náðugt á pallinum í sumar sem er að vekja mikla lukku.

Lífið
Fréttamynd

Bríet og Bubbi mæta á langþráða Þjóðhátíð

Það er loksins komið að því að Þjóðhátíð í Eyjum fari fram eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni og á enn eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur. 

Lífið
Fréttamynd

Frumsýning - Manic State með glænýtt lag og myndband!

Haraldur Már og Friðrik Thorlacius skipa dúóið Manic State og eru þeir heldur betur að þruma sér inn í sviðsljósið en í dag gefa drengirnir út nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið Heltekinn og er það Æsir sem ljáir laginu rödd sína. 

Albumm
Fréttamynd

Auka sýnileika hjá úkraínsku listafólki á Íslandi

Samtökin ARTISTS4UKRAINE opnuðu á dögunum listgallerí á Laugavegi 12, í sama húsi og Prikið er staðsett. Þar sýna úkraínskir listamenn verk sín ásamt öðrum og stefnt er að því að hafa galleríið gangandi í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Blaðamaður ræddi við Alexander Zaklynsky, sem stofnaði ARTISTS4UKRAINE ásamt Juliu Mai Linnéu Mariu.

Menning
Fréttamynd

Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti

Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg.

Lífið
Fréttamynd

Kanada fer af stað með eigin Eurovision keppni

Í gær var tilkynnt að Kanada fylgir í fótspor Bandaríkjanna og byrjar með eigin Eurovision keppni. Keppendur frá öllum hlutum Kanada munu keppa með frumsömdum lögum í beinni útsendingu í þáttunum Eurovision Canada.

Tónlist