„Ég kann ekkert að vera einhleypur“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:53 Leikarinn Hilmir Snær Guðnason var gestur í Bakarínu á Bylgjunni um helgina þar sem hann ræddi meðal annars um leiklistina og lífið sjálft. Vísir/Vilhelm „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu. Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Hilmir um leikhúsið, landsbyggðardrauminn og lífsins dans. Æfði dans og ballett í nokkra mánuði „Ég blótaði þessu margoft þegar ég var á þessum dansæfingum. Ég vildi aðeins koma mér í form fyrir þetta, því ég er auðvitað að verða 54 ára, kominn með annan fótinn í gröfina,“ segir hann kíminn. Ég var að æfa þetta frá því í október, var með einka dansþjálfara og hún var með mig í tímum og lét mig dansa. Það var ballett og það var þetta og hitt. Ég var bara í þessu í marga mánuði. Leikritið Mátulegir er byggt á dönsku kvikmyndinni Druk og fer Hilmir með eitt aðalhlutverka ásamt þeim Jörundi Ragnarssyni, Halldóri Gylfasyni og Þorsteini Bachmann. Alltaf í prómil Hilmir segist njóta þess að vinna með þessum góða hópi leikara enda séu þeir allir miklir vinir líkt og karakterarnir sjálfir. Leikritið fjallar um að þarna eru menn sem komast að þeirri niðurstöðu að taka sameiginlega ákvörðun um það að verða „mátulegir“, eða alltaf í 0,5 prómil. „Það á að uppfæra mann og á, samkvæmt heimspekingnum Søren Kierkegaard, að snúast um það að okkur vanti þessi 0,5 prómil af áfengi í mannskepnuna, bara í blóðið. Til þess að vera betra fólk, líða betur og gera allt betur. Vera glaðari, ákveðnari og beinskeyttari,“ segir Hilmir en eins og þeir sem hafa séð myndina Druk vita þá fer þessi tilraun jú ekki alveg eins og vonir báru til. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Hilmi Snæ í heild sinni. Lattelepjandi landsbyggðar bóhem Þrátt fyrir að hafa alist upp í miðbænum og vera að eigin sögn mikil miðbæjarrotta hefur landsbyggðin og lífið úti á landi alltaf heillað Hilmi. Hann er mikill hestamaður og veit fátt betra en ferðalög og ævintýri í íslenskri náttúru. Aðspurður hvernig hann sjái fyrir sér framtíðina hvað varðar búetu svarar hann: „Þú ert eiginlega að spyrja mig, hvernig sérðu fyrir þér endalokin,“ segir hann og skellir upp úr. Jú, ég sé svolítið fyrir mér að á næstu tíu til fimmtán árum muni ég koma mér svolítið fyrir úti á landi líka. Mig langar svolítið að eiga eitthvað notalegt athvarf þar og eiginlega búa þar mestmegnis. En eiga svo einhverja holu hérna í bænum, þegar ég þarf að vinna í bænum. Hann segir ræturnar það sterkar í miðbæinn að hann gæti líklega ekki hugsað sér að búa alfarið úti á landi. Stígur varlega fyrstu skrefin í nýju lífi Þegar talið best að hestamennskunni segist Hilmir ekki geta hugsað sér lífið án hennar en sjálfur er hann með hesthús í Kópavogi og sinnir hestamennskunni daglega þegar hrossin eru í húsi. Á hestbaki gleymir maður öllu öðru. Maður gleymir reikningunum, maður gleymir heimilisvandræðunum. Mikil vatnaskil urðu í lífi Hilmis á síðasta ári en þá bárust fréttir af því að hann væri orðinn einhleypur eftir tólf ára hjónaband. Aðspurður út í upplifunina að koma aftur út á markaðinn eftir að hafa verið síðast einhleypur á síðustu öld, eins og hann orðar það, viðurkennir hann að allt sé mjög breytt. Yfir höfuð séu tæknimál eitthvað sem hann hafi alltaf þurft mikla aðstoð við svo að samskipti á samfélagsmiðlum og breytt landslag á stefnumótamarkaðinum séu vægast sagt framandi. Jú, jesús minn. Ég kann ekkert á þetta umhverfi. Þetta er mjög breytt umhverfi. Ég kann ekkert að vera einhleypur. Nú er bara að læra og taka fyrstu skrefin, í hálkunni.... bætir hann við glottandi og viðurkennir að stundum geti maður jú runnið á rassinn í hálkunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Leikhús Hestar Ástin og lífið Dans Tengdar fréttir Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 11. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Hilmir um leikhúsið, landsbyggðardrauminn og lífsins dans. Æfði dans og ballett í nokkra mánuði „Ég blótaði þessu margoft þegar ég var á þessum dansæfingum. Ég vildi aðeins koma mér í form fyrir þetta, því ég er auðvitað að verða 54 ára, kominn með annan fótinn í gröfina,“ segir hann kíminn. Ég var að æfa þetta frá því í október, var með einka dansþjálfara og hún var með mig í tímum og lét mig dansa. Það var ballett og það var þetta og hitt. Ég var bara í þessu í marga mánuði. Leikritið Mátulegir er byggt á dönsku kvikmyndinni Druk og fer Hilmir með eitt aðalhlutverka ásamt þeim Jörundi Ragnarssyni, Halldóri Gylfasyni og Þorsteini Bachmann. Alltaf í prómil Hilmir segist njóta þess að vinna með þessum góða hópi leikara enda séu þeir allir miklir vinir líkt og karakterarnir sjálfir. Leikritið fjallar um að þarna eru menn sem komast að þeirri niðurstöðu að taka sameiginlega ákvörðun um það að verða „mátulegir“, eða alltaf í 0,5 prómil. „Það á að uppfæra mann og á, samkvæmt heimspekingnum Søren Kierkegaard, að snúast um það að okkur vanti þessi 0,5 prómil af áfengi í mannskepnuna, bara í blóðið. Til þess að vera betra fólk, líða betur og gera allt betur. Vera glaðari, ákveðnari og beinskeyttari,“ segir Hilmir en eins og þeir sem hafa séð myndina Druk vita þá fer þessi tilraun jú ekki alveg eins og vonir báru til. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Hilmi Snæ í heild sinni. Lattelepjandi landsbyggðar bóhem Þrátt fyrir að hafa alist upp í miðbænum og vera að eigin sögn mikil miðbæjarrotta hefur landsbyggðin og lífið úti á landi alltaf heillað Hilmi. Hann er mikill hestamaður og veit fátt betra en ferðalög og ævintýri í íslenskri náttúru. Aðspurður hvernig hann sjái fyrir sér framtíðina hvað varðar búetu svarar hann: „Þú ert eiginlega að spyrja mig, hvernig sérðu fyrir þér endalokin,“ segir hann og skellir upp úr. Jú, ég sé svolítið fyrir mér að á næstu tíu til fimmtán árum muni ég koma mér svolítið fyrir úti á landi líka. Mig langar svolítið að eiga eitthvað notalegt athvarf þar og eiginlega búa þar mestmegnis. En eiga svo einhverja holu hérna í bænum, þegar ég þarf að vinna í bænum. Hann segir ræturnar það sterkar í miðbæinn að hann gæti líklega ekki hugsað sér að búa alfarið úti á landi. Stígur varlega fyrstu skrefin í nýju lífi Þegar talið best að hestamennskunni segist Hilmir ekki geta hugsað sér lífið án hennar en sjálfur er hann með hesthús í Kópavogi og sinnir hestamennskunni daglega þegar hrossin eru í húsi. Á hestbaki gleymir maður öllu öðru. Maður gleymir reikningunum, maður gleymir heimilisvandræðunum. Mikil vatnaskil urðu í lífi Hilmis á síðasta ári en þá bárust fréttir af því að hann væri orðinn einhleypur eftir tólf ára hjónaband. Aðspurður út í upplifunina að koma aftur út á markaðinn eftir að hafa verið síðast einhleypur á síðustu öld, eins og hann orðar það, viðurkennir hann að allt sé mjög breytt. Yfir höfuð séu tæknimál eitthvað sem hann hafi alltaf þurft mikla aðstoð við svo að samskipti á samfélagsmiðlum og breytt landslag á stefnumótamarkaðinum séu vægast sagt framandi. Jú, jesús minn. Ég kann ekkert á þetta umhverfi. Þetta er mjög breytt umhverfi. Ég kann ekkert að vera einhleypur. Nú er bara að læra og taka fyrstu skrefin, í hálkunni.... bætir hann við glottandi og viðurkennir að stundum geti maður jú runnið á rassinn í hálkunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Leikhús Hestar Ástin og lífið Dans Tengdar fréttir Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 11. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31
Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 11. nóvember 2022 10:12