„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2023 16:04 Sara Gunnarsdóttir hlaut í dag tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Stöð 2/Ívar Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. „Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo. Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
„Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo.
Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20
Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27
Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00
Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00