Útsendingin var seinna á dagskrá en vanalega sökum leik karlalandsliðsins í handbolta. Þrátt fyrir tap Íslands hafði það ekki áhrif á stemninguna í Idolhöllinni sem var rafmögnuð.
Eftir að keppendur höfðu lokið við sinn flutning komu kynnarnir Sigrún Ósk og Aron Már með tilkynningu sem kom öllum í opna skjöldu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Varð það til þess að spennustigið jókst enn frekar.
Eftir símakosningu áhorfenda kom það í ljós að það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem höfðu fengið fæst atkvæði. Að lokum voru það þó Þórhildur og Ninja sem voru sendar heim. Nú standa því aðeins fimm keppendur eftir; Bía, Símon Grétar, Guðjón Smári, Saga Matthildur og Kjalar, og er ljóst að keppnin verður harðari með hverri vikunni sem líður.























