Áhorfendur í sal stóðu upp, allir sem einn, og fögnuðu gríðarlega þegar hinn 88 ára Gustafsson tók á móti verðlaununum og ætlaði lófatakinu aldrei að linna.
Gustafsson þakkaði mörgum í ræðu sinni sem hófst á orðunum: „Takk kærlega, takk, þetta var langvarandi lófaklapp. Þið hljótið að vera þreytt,“ sagði Gustafsson.

Leiklistarferill Gustafssons hefur spannað rúma sjö áratugi, en þekktastur er hann fyrir túlkun sína á Alfreð og Dýnamíta-Harry í kvikmyndunum um Jönsson-gengið.
Heiðursverðlaunin á Guldbagge-hátíðinni eru afhent fólki í geiranum sem eiga langan feril að baki.
„Við erum að tala um leikara, rödd hvers maður þekkir um leið. Mjúk, hugulsöm og sköruleg rödd, sem hefur hughreyst og skemmt bæði börnum og fullorðnum kynslóð eftir kynslóð,“ sagði Anette Novak, framkvæmdastjóri Kvikmyndastofnunar Svíþjóðar þegar hún kynnti Gustafsson.
