

Loftslagsmál

ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín
Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar.
Fréttir í tímaröð

Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla
Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum
Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega.

Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn
Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu.

Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts.

Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin
Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær.

Hvað varð um loftslagsmálin?
Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar.

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo?

Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA
Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki.

Sjálfbærni og mikilvægi háskóla
Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk.

Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun
Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt.

Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára.

„Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“
Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans.

Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun mælir með því að leyfi verði veitt fyrir tilraun með basa í botni Hvalfjarðar í sumar. Rannsóknin sé líkleg til að veita mikilvægar upplýsingar um möguleika á kolefnisbindingu án þess að hafa neikvæð áhrif á hafið.

Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar
Árleg rýrnun jökla á jörðinni utan stóru ísbreiðanna var mun hraðari síðustu tíu árin en hún var á fyrsta áratug þessarar aldar samkvæmt umfangsmikilli rannsókn. Íslenskir jöklar rýrnar örar en flestir aðrir þrátt fyrir að rýrnunin sé hægari nú en í byrjun aldar.

Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi
Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum.

Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi
Hafrannsóknastofnun telur fyrirhugaða tilraun með basa í Hvalfirði til þess að hafa áhrif á kolefnisupptöku sjávar geta skapað verðmæta þekkingu og áhrif hennar á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð. Hvalveiðifyrirtæki í firðinum leggst alfarið gegn tilrauninni.

Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum
Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði
Yfirvísindakona Carbfix segir að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar í Hafnarfirði sé mikilvægur gæðastimpill. Jákvætt umhverfismat sé forsenda frekari vinnu við samninga og umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir verkefnið.

Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal
Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík.

Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka
Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð.

Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga
Heildarbinding í skógum er alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar. Opinber stofnun sem fer með skógrækt og landgræðslu gerir athugasemdir við frétt Ríkisútvarpsins þar sem það gagnstæða var fullyrt.

Viljum við semja frið við náttúruna?
,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni.

Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki
Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum.