Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2025 07:01 Ísland hefur átt í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg vegna Parísarsamningsins frá upphafi. Það kom þó aðeins í ljós í fyrra að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið samstarfið og ekki verið heimilt að nota losunarmarkmið ESB sem sitt eigið gagnvart samningnum. Vísir Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB. Misskilningur íslenskra stjórnvalda virðist hafa snúist um að Ísland tæki beinan þátt í markmiði Evrópusambandsins um 55 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Noregur og Ísland hafa átt í samstarfi við ESB um Parísarsamninginn frá því að hann var gerður fyrir áratug. Aðildarríki samningsins þurfa að skila inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum sem kveða í raun á um markmið þeirra um samdrátt í losun. Á grundvelli misskilningsins sögðust íslensk stjórnvöld árið 2021 stefna á rúmlega helmings samdrátt og að honum ætti að ná í samstarfi við ESB og Noreg. Athugasemdir voru gerðar við þessa framsetningu við úttekt á samningnum snemma árs 2024. Bæði rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem heldur utan um samninginn, og ESB leit svo á að framlag Íslands væri óháð markmiði sambandsins. Stjórnvöld leiðréttu því framlagið í september, um svipað leyti og þau skiluðu inn nýju markmiði fyrir árið 2035. Hver um sig sjálfstæður aðili að Parísarsamningi Þær skýringar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið á misskilningum er að stjórnvöld hafi talið að samstarfið væri sama eðlis og á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamningsins. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með ESB. Vísaði ráðuneytið til óskýrrar forsendu samstarfsins við ESB og tæknilegra flókinna viðræðna EFTA-ríkjanna um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks ESB. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir það íslenskra stjórnvalda að skýra skilning sinn á landsframlagi sínu gagnvart Parísarsamningnum. Frá sjónarhóli sambandsins byggi samstarf þess við Ísland og Noreg á sameiginlegri skuldbindingu þeirra um að bregðast við loftslagsbreytingum og að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Hvert og eitt er sérstakur aðili að Parísarsamningnum en skerpt er á samstarfi okkar í EES-samningnum,“ segir í skriflegu svari Ulfgard við fyrirspurn Vísis um misskilninginn. „Ómissandi“ þátttakendur í loftslagsmetnaði Evrópu Samstarf Íslands við ESB um loftslagssamninginn gengur þannig í raun ekki út á sameiginlegt losunarmarkmið. Ísland hefur aftur á móti tekið upp þau þrjú stjórnkerfi sem ESB hefur smíðað utan um losunarmarkmið sín í gegnum EES-samninginn. Þetta eru viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) fyrir stóriðju og alþjóðaflug, ESR-kerfið með svonefnda samfélagslosun og LULUCF utan um losun vegna landnotkunar. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.Evrópusambandið Ulfgard segir í svari sínu að þessi kerfi styðji ESB, Ísland og Noreg í því að þau nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, hvert fyrir sig. „Ísland og Noregur eru þannig ómissandi (e. integral) samstarfsaðilar sem leggja sitt að mörkum til að heildaraðgerðir í loftslagsmálum nái árangri og í því markmiði okkar að verða fyrsta kolefnishlutlausa álfan fyrir árið 2050,“ segir varasendiherrann. Ábyrgð og skyldur gagnvart ESB, ekki Parísarsamningnum Þessi skilningur sendifulltrúa ESB á samstarfi Íslands og sambandsins er sá sami og kom fram í lögfræðilegri álitsgerð sem Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði og fulltrúi í Loftslagsráði, vann fyrir ráðið í haust. Í álitsgerðinni ályktar prófessorinn að Ísland sé með sjálfstæða aðild að Parísarsamningnum og ábyrgð stjórnvalda gagnvart honum sé óháð ESB. Þær skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir gagnvart ESB séu óháðar Parísarsamningnum sjálfum þótt þær byggist á markmiðum hans. Þátttöku í stjórnkerfum ESB fylgir aftur krafa um árangur og vanefndir geta haft fjárhagslegar afleiðingar. Ísland gæti þannig þurft að kaupa losunarheimildir standist það ekki skuldbindingar sínar í evrópsku kerfunum. Stjórnvöld greiddu hundruð milljóna til þess að gera upp skuldbindingar sínar sem náðust ekki á tímabili Kýótóbókunarinnar. Slíkum afleiðingum er ekki til að dreifa gagnvart Parísarsamningnum. Þar er ekki kveðið á um tiltekinn árangur í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Aðeins að aðildarríki hans upplýsi um markmið sín og uppfæri þau reglulega upp á við. Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Misskilningur íslenskra stjórnvalda virðist hafa snúist um að Ísland tæki beinan þátt í markmiði Evrópusambandsins um 55 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Noregur og Ísland hafa átt í samstarfi við ESB um Parísarsamninginn frá því að hann var gerður fyrir áratug. Aðildarríki samningsins þurfa að skila inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum sem kveða í raun á um markmið þeirra um samdrátt í losun. Á grundvelli misskilningsins sögðust íslensk stjórnvöld árið 2021 stefna á rúmlega helmings samdrátt og að honum ætti að ná í samstarfi við ESB og Noreg. Athugasemdir voru gerðar við þessa framsetningu við úttekt á samningnum snemma árs 2024. Bæði rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem heldur utan um samninginn, og ESB leit svo á að framlag Íslands væri óháð markmiði sambandsins. Stjórnvöld leiðréttu því framlagið í september, um svipað leyti og þau skiluðu inn nýju markmiði fyrir árið 2035. Hver um sig sjálfstæður aðili að Parísarsamningi Þær skýringar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið á misskilningum er að stjórnvöld hafi talið að samstarfið væri sama eðlis og á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamningsins. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með ESB. Vísaði ráðuneytið til óskýrrar forsendu samstarfsins við ESB og tæknilegra flókinna viðræðna EFTA-ríkjanna um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks ESB. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir það íslenskra stjórnvalda að skýra skilning sinn á landsframlagi sínu gagnvart Parísarsamningnum. Frá sjónarhóli sambandsins byggi samstarf þess við Ísland og Noreg á sameiginlegri skuldbindingu þeirra um að bregðast við loftslagsbreytingum og að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Hvert og eitt er sérstakur aðili að Parísarsamningnum en skerpt er á samstarfi okkar í EES-samningnum,“ segir í skriflegu svari Ulfgard við fyrirspurn Vísis um misskilninginn. „Ómissandi“ þátttakendur í loftslagsmetnaði Evrópu Samstarf Íslands við ESB um loftslagssamninginn gengur þannig í raun ekki út á sameiginlegt losunarmarkmið. Ísland hefur aftur á móti tekið upp þau þrjú stjórnkerfi sem ESB hefur smíðað utan um losunarmarkmið sín í gegnum EES-samninginn. Þetta eru viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) fyrir stóriðju og alþjóðaflug, ESR-kerfið með svonefnda samfélagslosun og LULUCF utan um losun vegna landnotkunar. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.Evrópusambandið Ulfgard segir í svari sínu að þessi kerfi styðji ESB, Ísland og Noreg í því að þau nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, hvert fyrir sig. „Ísland og Noregur eru þannig ómissandi (e. integral) samstarfsaðilar sem leggja sitt að mörkum til að heildaraðgerðir í loftslagsmálum nái árangri og í því markmiði okkar að verða fyrsta kolefnishlutlausa álfan fyrir árið 2050,“ segir varasendiherrann. Ábyrgð og skyldur gagnvart ESB, ekki Parísarsamningnum Þessi skilningur sendifulltrúa ESB á samstarfi Íslands og sambandsins er sá sami og kom fram í lögfræðilegri álitsgerð sem Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði og fulltrúi í Loftslagsráði, vann fyrir ráðið í haust. Í álitsgerðinni ályktar prófessorinn að Ísland sé með sjálfstæða aðild að Parísarsamningnum og ábyrgð stjórnvalda gagnvart honum sé óháð ESB. Þær skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir gagnvart ESB séu óháðar Parísarsamningnum sjálfum þótt þær byggist á markmiðum hans. Þátttöku í stjórnkerfum ESB fylgir aftur krafa um árangur og vanefndir geta haft fjárhagslegar afleiðingar. Ísland gæti þannig þurft að kaupa losunarheimildir standist það ekki skuldbindingar sínar í evrópsku kerfunum. Stjórnvöld greiddu hundruð milljóna til þess að gera upp skuldbindingar sínar sem náðust ekki á tímabili Kýótóbókunarinnar. Slíkum afleiðingum er ekki til að dreifa gagnvart Parísarsamningnum. Þar er ekki kveðið á um tiltekinn árangur í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Aðeins að aðildarríki hans upplýsi um markmið sín og uppfæri þau reglulega upp á við.
Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira