Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2025 10:54 Bílar í morgunumferð spúa koltvísýringi út í vetrarmyrkrið. Þeim fjölgar á milli ára sem telja stjórnvöld ganga of langt í að koma í veg fyrir slíka losun. Vísir/Vilhelm Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. Þetta er á meðal niðurstaðana skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og er birt á meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin í Belem í Brasilíu. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en gráðu frá iðnbyltingu og gæti náð um þremur gráðum fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Helsta uppspretta þeirra er bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og jarðgasi. Hlutfall þeirra sem telur stjórnvöld ekki aðhafast nóg hefur lækkað frá því í fyrra. Þá sögðu 54 prósent að stjórnvöld drægju ekki nógu hratt úr losun Íslendinga en 46 prósent eru þeirrar skoðunar nú. Á sama tíma fjölgar þeim sem telja stjórnvöld gera of mikið. Hlutfallið er nú yfir fjórðungur en það var innan við fimmtungur í október í fyrra. Af þeim finnst 14,5 prósentum alltof mikið gert. Rúmum fjórðungi finnst nóg gert. Hvað loftslagsvandann sjálfan varðar segjast 48 prósent svarenda hafa áhyggjur af loftslagsáhrifum í heiminum en rúmur fjórðungur hvorki miklar né litlar. Fjórðungur hefur litlar eða engar áhyggjur, þar af sex prósent engar áhyggjur. Gjá á milli karla og kvenna Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til várinnar og aðgerða stjórnvalda. Þannig eru karlmenn mun torhrifnari en konur. Vel innan við helmingur karla segist hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum, tæp 38 prósent, en hátt í sextíu prósent kvenna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að draga úr svonefndri samfélagslosun gróðurhúsalofttegunda um 41 prósent fyrir árið 2030. Stærsti hluti hennar er losun frá vegasamgöngum vegna bruna á bensíni og olíu.Vísir/Vilhelm Þá telja rúm 37 prósent karla stjórnvöld gera of mikið en aðeins fjórtán prósent kvenna. Innan við þriðjungur karla telur stjórnvöld ekki gera nóg en 62,5 prósent kvenna. Sterk fylgni er einnig á milli menntunar og hversu miklar áhyggjur fólk hefur af loftslagsvandanum og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Eftir því sem menntunarstig svarenda var hærra voru þeir líklegri til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og telja að stjórnvöld gerðu ekki nóg. Miðflokkurinn sker sig úr Kjósendur Miðflokksins skera sig verulega úr í afstöðu til beggja spurninga. Tæp sextíu prósent þeirra hefur litlar eða engar áhyggjur af loftslagsbreytingum, þar af rúm 23 prósent engar. Hverfandi hluti þeirra hefur áhyggjur af stöðunni, aðeins rúm átta prósent. Sama gildir með hvort stjórnvöld gangi nógu langt í að draga úr losun. Tæplega sjötíu prósent miðflokksmanna telja stjórnvöld gera of mikið, þar af 47,5 prósent alltof mikið. Aðeins tæp sjö prósent þeirra telja of lítið gert. Þó að Ísland hafi gerst aðili að Parísarsamningnum í forsætísráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins, er kjósendur hans mest á móti loftslagsaðgerðum og hafa minnstar áhyggjur af loftslagsbreytingum sem slíkum.Vísir/Lýður Valberg Eini flokkurinn sem kemst eitthvað í áttina að áhyggjuleysi Miðflokksins af loftslagsmálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Rúm fjörutíu prósent kjósenda hans segjast litlar eða engar áhyggjur hafa af vandanum, en aðeins þrjú prósent engar. Rúm 46 prósent sjálfstæðismanna segjast telja stjórnvöld ganga of langt í að draga úr losun en um fimmtungur ekki nógu langt. Stór hluti kjósenda Flokks fólksins með efasemdir Af kjósendum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi er samfylkingar- og viðreisnarfólk líklegast til að telja að stjórnvöld ekki gera nóg til að draga úr losun. Það er einnig líklegast til þess að lýsa áhyggjum af loftslagsbreytingum. Innan við helmingur framsóknarmanna og kjósenda Flokks fólksins hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Rúmt 41 prósent kjósenda Flokks fólksins telur of langt gengið í að draga úr losun en aðeins tæp sextán prósent kjósenda Framsóknar. Skoðanakannanir Loftslagsmál Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Félagasamtök Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðana skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og er birt á meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin í Belem í Brasilíu. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en gráðu frá iðnbyltingu og gæti náð um þremur gráðum fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Helsta uppspretta þeirra er bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og jarðgasi. Hlutfall þeirra sem telur stjórnvöld ekki aðhafast nóg hefur lækkað frá því í fyrra. Þá sögðu 54 prósent að stjórnvöld drægju ekki nógu hratt úr losun Íslendinga en 46 prósent eru þeirrar skoðunar nú. Á sama tíma fjölgar þeim sem telja stjórnvöld gera of mikið. Hlutfallið er nú yfir fjórðungur en það var innan við fimmtungur í október í fyrra. Af þeim finnst 14,5 prósentum alltof mikið gert. Rúmum fjórðungi finnst nóg gert. Hvað loftslagsvandann sjálfan varðar segjast 48 prósent svarenda hafa áhyggjur af loftslagsáhrifum í heiminum en rúmur fjórðungur hvorki miklar né litlar. Fjórðungur hefur litlar eða engar áhyggjur, þar af sex prósent engar áhyggjur. Gjá á milli karla og kvenna Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til várinnar og aðgerða stjórnvalda. Þannig eru karlmenn mun torhrifnari en konur. Vel innan við helmingur karla segist hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum, tæp 38 prósent, en hátt í sextíu prósent kvenna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að draga úr svonefndri samfélagslosun gróðurhúsalofttegunda um 41 prósent fyrir árið 2030. Stærsti hluti hennar er losun frá vegasamgöngum vegna bruna á bensíni og olíu.Vísir/Vilhelm Þá telja rúm 37 prósent karla stjórnvöld gera of mikið en aðeins fjórtán prósent kvenna. Innan við þriðjungur karla telur stjórnvöld ekki gera nóg en 62,5 prósent kvenna. Sterk fylgni er einnig á milli menntunar og hversu miklar áhyggjur fólk hefur af loftslagsvandanum og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Eftir því sem menntunarstig svarenda var hærra voru þeir líklegri til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og telja að stjórnvöld gerðu ekki nóg. Miðflokkurinn sker sig úr Kjósendur Miðflokksins skera sig verulega úr í afstöðu til beggja spurninga. Tæp sextíu prósent þeirra hefur litlar eða engar áhyggjur af loftslagsbreytingum, þar af rúm 23 prósent engar. Hverfandi hluti þeirra hefur áhyggjur af stöðunni, aðeins rúm átta prósent. Sama gildir með hvort stjórnvöld gangi nógu langt í að draga úr losun. Tæplega sjötíu prósent miðflokksmanna telja stjórnvöld gera of mikið, þar af 47,5 prósent alltof mikið. Aðeins tæp sjö prósent þeirra telja of lítið gert. Þó að Ísland hafi gerst aðili að Parísarsamningnum í forsætísráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins, er kjósendur hans mest á móti loftslagsaðgerðum og hafa minnstar áhyggjur af loftslagsbreytingum sem slíkum.Vísir/Lýður Valberg Eini flokkurinn sem kemst eitthvað í áttina að áhyggjuleysi Miðflokksins af loftslagsmálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Rúm fjörutíu prósent kjósenda hans segjast litlar eða engar áhyggjur hafa af vandanum, en aðeins þrjú prósent engar. Rúm 46 prósent sjálfstæðismanna segjast telja stjórnvöld ganga of langt í að draga úr losun en um fimmtungur ekki nógu langt. Stór hluti kjósenda Flokks fólksins með efasemdir Af kjósendum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi er samfylkingar- og viðreisnarfólk líklegast til að telja að stjórnvöld ekki gera nóg til að draga úr losun. Það er einnig líklegast til þess að lýsa áhyggjum af loftslagsbreytingum. Innan við helmingur framsóknarmanna og kjósenda Flokks fólksins hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Rúmt 41 prósent kjósenda Flokks fólksins telur of langt gengið í að draga úr losun en aðeins tæp sextán prósent kjósenda Framsóknar.
Skoðanakannanir Loftslagsmál Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Félagasamtök Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira