Ísland stendur í stað á nýjum heimslista FIFA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur í stað á nýuppfærðum heimslista FIFA og er sem fyrr í 67. sæti listans. Fótbolti 26. október 2023 17:00
Shearer og Owen hafa ekki talast við í fjögur ár Michael Owen hefur ekki rætt við Alan Shearer síðan þeir deildu opinberlega vegna ævisögu þess fyrrnefnda fyrir fjórum árum. Enski boltinn 26. október 2023 16:32
Sjáðu þegar Haaland losaði um stífluna, markið sem knésetti Newcastle og seinni hálfleiks þrennuna Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má öll sjá inni á Vísi. Fótbolti 26. október 2023 15:01
Svona var fundurinn hjá Þorsteini og Glódísi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku á Laugardalsvellinum annað kvöld. Þjálfari og fyrirliði liðsins hittu fjölmiðla daginn fyrir leik. Fótbolti 26. október 2023 14:15
Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið alvöru leik“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfarateymi liðsins hefur staðið að undirbúningi þess fyrir þennan mikilvæga leik. Fótbolti 26. október 2023 14:00
Sadio Mané kaupir fótboltafélag og borgarstjórinn er sáttur Senegalski landsliðsframherjinn Sadio Mané gerir meira en um að dreyma um það að eignast fótboltafélag því hann er að láta drauminn rætast meðan hann er enn að spila. Fótbolti 26. október 2023 13:32
María Þóris opnar sig: Ég þurfti að þola mikið skítkast Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið en hún var tekin inn í hópinn fyrir þennan landsleikjaglugga. Fótbolti 26. október 2023 12:01
Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. Enski boltinn 26. október 2023 11:04
Agla María: Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning Agla María Albertsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Danmörku annað kvöld í næstsíðasta heimaleiknum sínum í Þjóðadeildinni. Fótbolti 26. október 2023 10:30
Erfið byrjun Rooney sem mátti þola baul sinna eigin stuðningsmanna Það má með sanni segja að Wayne Rooney hafi átt erfiða byrjun sem knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Birmingham City. Liðið er búið að tapa báðum leikjum sínum eftir að Rooney tók við stjórnartaumunum og eftir tap gærkvöldsins bauluðu stuðningsmenn Birmingham á Rooney. Enski boltinn 26. október 2023 10:01
Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“ Einar Þorsteinn Ólafsson er að feta sín fyrstu skref í atvinnumennskunni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Þá nýtur hann leiðsagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum. Handbolti 26. október 2023 09:30
Móðurhlutverkið hefur hjálpað Söndru Maríu að verða betri leikmaður Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Sandra María Jessen. Segir ákveðna eiginleika móðurhlutverksins hafa nýst sér í að verða betri leikmaður og liðsfélagi. Fótbolti 26. október 2023 08:30
Fram muni rísa á ný: „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“ Rúnar Kristinsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fram í gær og tekur við stöðu þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Rúnar sér mikla möguleika í liði Fram sem stefnir hærra en árangur liðsins hefur verið undanfarin ár. Félagið muni rísa aftur upp en árangur muni ekki nást nema menn leggi á sig mikla vinnu. Íslenski boltinn 26. október 2023 07:30
Dæmdur í sjö leikja bann fyrir færslu um stríðið Youcef Atal, leikmaður Nice í Frakklandi, hefur verið dæmdur í sjö leikja bann af franska knattspyrnusambandinu eftir færslu á samfélagsmiðlum um stríðið í Ísrael og Palestínu. Fótbolti 26. október 2023 07:01
Brighton án Welbeck og Solly March í lengri tíma Solly March og Danny Welbeck, leikmenn Brighton í ensku úrvalsdeildinni, verða frá keppni til lengri tíma vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik liðsins gegn Manchester City síðustu helgi. Enski boltinn 25. október 2023 23:01
Xavi óánægður með ríginn við Real Madrid | Vill sjá vinsemd og virðingu í El Clasico Xavi, fyrrum leikmaður og núverandi þjálfari Barcelona, gagnrýndi núverandi ástand milli erkifjendanna Real Madrid og Barcelona fyrir leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 25. október 2023 22:40
Börsungar með fullt hús stiga Barcelona er með fullt hús stiga í H-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn Shaktar Donetsk. Fótbolti 25. október 2023 18:45
Stíflan brast hjá Haaland Erling Haaland komst loks á blað eftir að hafa mistekist að skora í síðustu fimm leikjum í Meistaradeildinni þegar hann skoraði tvítvegis gegn Young Boys í 1-3 sigri Manchester City. Fótbolti 25. október 2023 18:30
Sautján ára með tvær stoðsendingar í öruggum sigri á Parc des Princes Paris Saint-Germain sneru sterkir til baka í Meistaradeildina eftir erfitt tap í síðustu umferð og gengu örugglega frá AC Milan með þriggja marka sigri. Fótbolti 25. október 2023 18:30
Wilson klúðraði tveimur dauðafærum í tapi gegn Dortmund Newcastle United tókst ekki að byggja ofan á frábærri frammistöðu liðsins í síðustu umferð Meistaradeildarinnar og mátti þola 0-1 tap gegn Borussia Dortmund. Fótbolti 25. október 2023 18:30
Segir Haaland að undirbúa sig fyrir það að fá marbletti í kvöld Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur ekki skorað í síðustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni og það verður því pressa á honum að breyta því í kvöld. Fótbolti 25. október 2023 17:30
Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. Íslenski boltinn 25. október 2023 16:05
Schmeichel ærðist af gleði þegar Onana varði vítið gegn FCK Manchester United-menn nær og fjær fögnuðu vel og innilega þegar André Onana varði vítaspyrnu Jordans Larsson í leiknum gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu. Meðal þeirra var Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður United. Fótbolti 25. október 2023 15:31
Stjóri PSV straujaði Arnar á æfingu eftir að hafa boðið honum í mat daginn áður Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, sagði skemmtilega sögu af knattspyrnustjóra PSV Eindhoven í Meistaradeildarmörkunum. Fótbolti 25. október 2023 14:31
Fyrrverandi leikmaður Liverpool slóst við þjálfara sinn Mamadou Sakho, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er í vandræðum eftir að hafa slegist við þjálfara sinn hjá Montpellier á æfingu. Fótbolti 25. október 2023 14:00
Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. Fótbolti 25. október 2023 13:31
Rúnar nýr þjálfari Framara Rúnar Kristinsson er tekinn við sem þjálfari Fram í Bestu deild karla í fótbolta og hann var því ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir að hann hætti óvænt með KR í haust. Íslenski boltinn 25. október 2023 11:58
Næstum því tvö hundruð milljónir hafa leitað að Ronaldo Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo yfirgaf evrópska fótboltann fyrir tæpu ári síðan og samdi við lið Al-Nassr í Sádí Arabíu. Fótbolti 25. október 2023 11:30
Svona var blaðamannafundur Rúnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Fram þar sem Rúnar Kristinsson var tilkynntur sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins. Fótbolti 25. október 2023 11:30
Maðurinn sem fær Tottenham til að dreyma á ný Ange Postecoglou er nafn sem fáir knattspyrnuáhugamenn sáu örugglega fyrir sér sem einn af stóru stjórunum í ensku úrvalsdeildinni þegar síðasta tímabili lauk en aðeins á nokkrum mánuðum hefur ástralski Grikkinn heldur betur hoppað upp metorðalistann. Í fyrrakvöld varð hann einstakur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 25. október 2023 11:01