Hinn 27 ára gamli Aron Elí er uppalinn á Hlíðarenda og er Birkir Már eldri bróðir hans. Líkt og bróðir sinn spilar hann í bakverði en Aron Elí er hins vegar örvfættur og spilar því vinstra megin.
Valsmenn eru heldur fáliðaðir í þeirri stöðu og vildu samkvæmt Fótbolti.net fá Aron Elí heim á Hlíðarenda. Hann ákvað hins vegar að halda kyrru fyrir og verður áfram leikmaður Aftureldingar þegar liðið mætir upp í Bestu deildina í fyrsta skipti.
Það verður jafnframt fyrsta skipti sem Aron Elí spilar í efstu deild en til þessa hefur hann spilað 124 leiki í Lengjudeildinni og17 bikarleiki.