Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:24 Pep Guardiola faðmar Jack Grealish eftir að hann fór meiddur af velli 20. október. Grealish hefur ekki spilað síðan. Getty/ Catherine Ivill Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City. Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira
Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira