Fótbolti

Varsjáin tók mark af Jóni Degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jon Dagur Þorsteinsson með liðsfélögum sínum hjá Hethu Berlín þeim Smail Prevljak og Luca Schuler.
 Jon Dagur Þorsteinsson með liðsfélögum sínum hjá Hethu Berlín þeim Smail Prevljak og Luca Schuler. Getty/Soeren Stach

Jón Dagur Þorsteinsson hélt að hann hefði komið Herthu Berlín yfir í þýsku b-deildinni í fótbolta en þá gripu myndbandsdómararnir í taumana.

Jón Dagur og félagar misstu frá sér forystu og töpuðu 3-1 á útivelli á móti Darmstadt.

Hertha Berlin hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og situr í níunda sæti deildarinnar.

Jón Dagur kom Herthu í 2-1 en markið fékk ekki að standa eftir að Varsjáin skoðaði það betur

Hann kom boltanum í markið af stuttu færi á 51. mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna hendi.

Florian Niederlechner kom Herthu í 1-0 á 21. mínútu og þannig var staðan þar til að Philipp Förster jafnaði fyrir Darmstadt í uppbótatíma fyrri hálfleiksins.

Eftir að Varsjáin tók markið af Jóni þá tókst leikmönnum Darmstadt að skora tvívegis og tryggja sér sigurinn. Mörkin skoruðu þeir Isac Lidberg (65. mínúta) og Andreas Müller (80. mínúta).

Jón Dagur var tekinn af velli á 65. mínútu í stöðunni 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×