Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. nóvember 2024 07:01 Arnór Smárason skilur sáttur við langan og farsælan feril. Hann er ekki að flýta sér að taka ákvörðun varðandi næstu skref. Vísir/Einar Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór. ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór.
ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira