Albert mætir liðsfélaga og staðan 9-4 fyrir Úkraínu Ljóst er að Ísland á fyrir höndum talsvert erfiðari leik á þriðjudaginn, gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í fótbolta, en þegar liðið sló út Ísrael með 4-1 sigri á fimmtudaginn. Fótbolti 23. mars 2024 12:46
Þurfa að taka betri ákvarðanir með boltann „Ef þú skoðar bara leikmannahópinn hjá Úkraínu þá eru þetta hörkuleikmenn, leikmenn úr La Liga og ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með gott lið,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sport 23. mars 2024 12:01
Sven-Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“ Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og stuðningsmaður Liverpool til lífstíðar, talaði um það á blaðamannafundi í gær hversu ánægjulegt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goðsagna Liverpool á Anfield síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabbamein í brisi og að hann ætti væntanlega innan við ár eftir ólifað. Enski boltinn 23. mars 2024 11:00
Jóhann og Arnór æfðu en ekki Gulli og sungið fyrir Ísak Ekki taka allir þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Búdapest í dag, í aðdraganda úrslitaleiksins við Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi. Fótbolti 23. mars 2024 10:55
„Ef Albert má vinna leikinn þá má hann koma í viðtal“ Það vakti mikla athygli eftir leik Íslands og Ísraels að stjarna leiksins, Albert Guðmundsson, fékk ekki að ræða við fjölmiðla eftir leik. KSÍ sagði þvert nei við slíkum bónum. Fótbolti 23. mars 2024 10:31
Pablo hélt í við Argentínu Pablo Punyed, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, og félagar hans í El Salvador urðu að sætta sig við 3-0 tap gegn stjörnum prýddu liði Argentínu í vináttulandsleik í fótbolta. Fótbolti 23. mars 2024 09:36
Neuer verður fyrirliði Þjóðverja á heimavelli í sumar Markvörðurinn Manuel Neuer mun ekki aðeins verja mark Þýskalands á Evrópumóti karla í knattspyrnu næsta sumar heldur mun hann einnig vera fyrirliði þjóðar sinnar sem ætlar sér stóra hluti eftir að hafa ekki staðið undir nafni undanfarin stórmót. Fótbolti 23. mars 2024 09:00
„Hareide var kallaður stuðningsmaður Hamas“ Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki verið vinsælasti maðurinn í Ísrael síðustu daga. Fótbolti 23. mars 2024 09:00
Segir leikmenn vilja Southgate við stjórnvölinn eins lengi og kostur er Miðvörðurinn Harry Maguire segir að leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu séu ánægðir með störf Gareth Southgate og vilji hafa hann sem lengst við stjórnvölinn. Fótbolti 23. mars 2024 09:00
„Maður er bara að vona það besta“ „Við notuðum daginn til að jafna okkur eftir átök gærkvöldsins, en auðvitað erum við mjög ánægðir með hafa unnið þennan leik svona sannfærandi,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á hóteli íslenska liðsins í Búdapest í gær. Fótbolti 23. mars 2024 07:01
Segja að Ten Hag muni stýra Man United á næstu leiktíð Erik ten Hag hefur átt sjö dagana sæla sem þjálfari Manchester United á leiktíðinni. Gríðarleg meiðsli sem og vandræði utan vallar hafa herjað á liðið. Undanfarið hefur sá orðrómur farið á kreik að starf hans gæti verið í hættu en Man United segir Hollendinginn öruggan í starfi. Enski boltinn 22. mars 2024 23:00
Robinho loks handtekinn í heimalandinu Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Robinho var upprunalega dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun á Ítalíu árið 2020. Síðan þá hefur hann haldið sig heima fyrir í Brasilíu en hefur nú loks verið handtekinn og mun eyða næstu níu árum í fangelsi. Fótbolti 22. mars 2024 22:31
Liverpool strákurinn markahæstur í undankeppninni Liverpool maðurinn Harvey Elliott var á skotskónum í dag þegar enska 21 árs landsliðið vann 5-1 stórsigur á Aserbaísjan. Enski boltinn 22. mars 2024 22:00
Hildur og María lögðu upp í ótrúlegum sigri Íslendingalið Fortuna Sittard vann ótrúlegan 8-0 sigur á Telstar í hollensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Hildur Antonsdóttir, María Catharina Ólafsdóttir Gros og Lára Kristín Pedersen voru allar í byrjunarliði Fortuna. Fótbolti 22. mars 2024 21:16
„Ágætt að ég sleppi því bara að mæta“ Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag leikmannahóp kvennalandsliðs Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Krefjandi verkefni er fram undan. Fótbolti 22. mars 2024 21:05
Arnór Sig ekki með gegn Úkraínu Arnór Sigurðsson verður ekki með í leiknum mikilvæga gegn Úkraínu á þriðjudag. Frá þessu greini Knattspyrnusamband Íslands í kvöld. Fótbolti 22. mars 2024 19:46
Færeyjar skoruðu fjögur og stjörnur Noregs gerðu ekkert Færeyjar unnu 4-0 útisigur á Liechtenstein í vináttulandsleik karla í knattspyrn. Þá tapaði Noregur gegn Tékklandi á Ullevaal-vellinum í Osló. Fótbolti 22. mars 2024 19:30
Framundan úrslitaleikur við Úkraínu: „Erfitt að útskýra andrúmloftið“ Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson ræðir við sérfræðinginn Kjartan Henry Finnbogason um íslenska sigurinn mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM 2024 í fótbolta og þá horfa þeir félagar fram til hreins úrslitaleiks gegn Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn kemur. Fótbolti 22. mars 2024 19:01
Breiðablik gerði jafntefli við úrvalsdeildarlið frá Þýskalandi Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við þýska efstu deildarliðið Köln í vináttuleik á Spáni. Breiðablik er í miðjum undirbúning fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla á meðan Köln er að undirbúa sig fyrir lokasprettinn í þýsku deildinni. Íslenski boltinn 22. mars 2024 18:05
KSÍ með pakkaferð á leikinn mikilvæga gegn Úkraínu Á þriðjudag mætast Ísland og Úkraína í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Leikurinn fer fram í Póllandi og verður KSÍ með pakkaferð á leikinn. Fótbolti 22. mars 2024 17:21
Sturlað mark í steindauðum leik: „Ég bara hneigi mig“ Hann verður seint kallaður stórleikur sem fór fram milli Moldóvu og Norður-Makedóníu í Tyrklandi í dag en magnað mark leit hins vegar dagsins ljós. Fótbolti 22. mars 2024 17:00
Albert í hóp með Van Nistelrooy og Ronaldo Albert Guðmundsson komst í fámennan hóp þegar hann skoraði þrennu á móti Ísrael í umspilinu um laust sæti á EM í sumar. Fótbolti 22. mars 2024 16:31
Frestuðu leik í undankeppni HM vegna bakteríuhræðslu Ekkert varð að leik Norður Kóreu og Japans í undankeppni HM karla í fótbolta. Engar formlegar ástæður voru gefnar fyrir því en erlendir fréttamenn hafa reyna að komast að hinu sanna. Fótbolti 22. mars 2024 15:31
Faðir Neymars segir fjölskylduna ekki gefa Dani Alves meiri pening Dani Alves þarf að safna einni milljón evra í tryggingu til þess að sleppa út úr fangelsi. Hann getur ekki lengur seilst ofan í vasa vinar síns. Fótbolti 22. mars 2024 15:01
Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. Fótbolti 22. mars 2024 14:01
Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Fótbolti 22. mars 2024 13:08
„KSÍ í rauninni breytir eigin reglum“ Albert Guðmundsson, hetja íslenska landsliðsins í gærkvöld, fékk ákveðna undanþágu hjá KSÍ til að spila leikinn. Sambandið breytti eigin reglum til að heimila þátttöku hans. Fótbolti 22. mars 2024 13:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi. Fótbolti 22. mars 2024 12:21
„Ekki fallega gert af Gylfa“ Draumur allra FH-inga var að Gylfi Þór Sigurðsson myndi snúa aftur í Kaplakrika og spila með uppeldisfélagi sínu á lokastigum ferilsins. Hann mun hins vegar spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni sem leikmaður Vals í sumar. Fótbolti 22. mars 2024 12:00
Albert dró verulega úr áhyggjum UEFA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá til þess í gærkvöld að Ísrael muni ekki spila í lokakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Það einfaldar verulega skipulag öryggisgæslu á mótinu. Fótbolti 22. mars 2024 11:01