Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Eddie Howe var lagður inn á spítala í gærkvöldi og missir af leiknum gegn Manchester United. 
Eddie Howe var lagður inn á spítala í gærkvöldi og missir af leiknum gegn Manchester United.  Vísir/Getty

Eddie Howe, þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var lagður inn á spítala í gærkvöldi og mun missa af leik liðsins gegn Manchester United á morgun.

Hinn 47 ára gamli Howe hafði fundið fyrir óþægindum í nokkra daga, en er með meðvitund og undir eftirliti sérfræðinga. Frekari upplýsingar um ástand hans liggja ekki fyrir en félagið mun uppfæra stöðuna á næstu dögum.

Aðstoðarþjálfararnir Jason Tindall og Graeme Jones munu stýra liðinu í hans fjarveru, framundan er leikurinn gegn Manchester United klukkan hálf fjögur í dag, leikur gegn Crystal Palace á miðvikudag og Aston Villa næsta laugardag.

Newcastle situr í sjöunda sæti deildarinnar eins og er, í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Howe hefur verið þjálfari Newcastle síðan 2021 þegar hann tók við af Steve Bruce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×