Enski boltinn

Jason skoraði í svekkjandi jafn­tefli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jason skoraði sitt fjórða deildarmark á tímabilinu. 
Jason skoraði sitt fjórða deildarmark á tímabilinu.  Michael Regan/Getty Images

Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.

Jason kom Grimsby tveimur mörkum yfir, með skoti við vítateigslínuna, rétt áður en flautað var til hálfleiks. Kieran Green hafði tekið forystuna fyrir Grimsby. Heimamenn Harrogate settu hins vegar tvö mörk seint í seinni hálfleik og svekkjandi jafntefli varð niðurstaðan fyrir gestina frá Grimsby. 

Grimsby situr því nú í sjöunda sæti deildarinnar, pakkinn þar fyrir neðan er mjög þéttur og liðið í ellefta sæti er aðeins fimm stigum frá. Mikilvægt er fyrir Grimsby menn að detta ekki neðar en sjöunda sæti.

Fjórar umferðir eru eftir af League Two deildinni og liðin í þriðja til sjöunda sæti fara í umspil upp á að komast upp í League One.

Jason hefur komið við sögu í 39 af 42 deildarleikjum á tímabilinu, skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur.

Birmingham deildarmeistari án þess að spila

Birmingham, liðið sem landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted spila með, varð deildarmeistari League One fyrr í dag án þess að spila. Wrexham, sem situr í öðru sætinu, gerði jafntefli við Wigan og forysta Birmingham á toppnum því orðin óyfirstíganleg. Birmingham er því á leið upp úr League One í Championship deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×