Fótbolti

Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Waldemar Anton skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund til að tryggja 2-2 jafntefli.
Waldemar Anton skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund til að tryggja 2-2 jafntefli. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton.

Leikurinn var frá upphafi mjög skemmtilegur, heimamenn Dortmund vel spilandi en illa skapandi, gestirnir hins vegar gríðarlega hættulegir þegar þeir komust á boltann og sköpuðu úrvalsfæri fyrir Michael Olise, Josep Stanisic og Harry Kane meðal annars, en mörkin stóðu á sér í fyrri hálfleik.

Markastíflan brast svo snemma í seinni hálfleik þegar Maximilian Beier tók forystuna fyrir Dortmund, gegn gangi leiksins, eftir frábæran sprett upp vinstri vænginn og stoðsendingu frá Julian Ryerson.

Um miðjan seinni hálfleik skoraði Bayern tvö mörk með skömmu millibili og tók forystuna. Raphael Guerreiro var fyrstur á ferð eftir stoðsendingu Thomas Muller, Serge Gnabry setti boltann svo í netið eftir stutta stoðsendingu Josip Stanisic.

Josip Stanisic gaf stoðsendingu og átti einnig frábæra björgun. F. Noever/FC Bayern via Getty Images

Bayern hélt forystunni nokkuð örugglega næstu mínútur en upp úr nánast engu jafnaði Dortmund leikinn. Serhou Guirassy fékk boltann þá við vítateiginn, vippaði honum upp á sjálfan sig og klippti hann á markið. Skotið var varið en varnarmaðurinn Waldemar Anton fylgdi eftir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið til að tryggja 2-2 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×