Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orra Steini Óskarssyni tókst ekki að breyta gangi mála hjá Real Sociedad gegn Mallorca.
Orra Steini Óskarssyni tókst ekki að breyta gangi mála hjá Real Sociedad gegn Mallorca. getty/Pedro Salado

Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks þegar Real Sociedad tapaði fyrir Mallorca, 0-2, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum komst Mallorca upp fyrir Real Sociedad, í 8. sæti deildarinnar. Mallorca er nú með 43 stig en Real Sociedad 41.

Kanadamaðurinn Cyle Larin kom gestunum frá Mallorca yfir á 20. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Strax í upphafi seinni hálfleik jók Sergi Darder muninn í 0-2 og staða Real Sociedad orðin erfið.

Imanol Alguacil, knattspyrnustjóri Real Sociedad, setti Orra inn á völlinn á 56. mínútu. Hvorki sú breyting né aðrar báru hins vegar árangur og Mallorca vann leikinn, 0-2.

Orri hefur komið við sögu í 22 deildarleikjum á tímabilinu og skorað þrjú mörk.

Real Sociedad hefur átt í miklum vandræðum með að skora á tímabilinu en liðið hefur aðeins gert þrjátíu mörk í 31 deildarleik. Aðeins tvö lið hafa skorað færri mörk.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira