CrossFit

CrossFit

Fréttir af keppendum og mótum í CrossFit.

Fréttamynd

Björgvin Karl besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit?

Björgvin Karl Guðmundsson hefur átt magnaðan feril í CrossFit íþróttinni þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að verða heimsmeistari í íþróttinni. Morning Chalk Up fjallar um BKG og veltir því fyrir sér hvort hann sé besti evrópski CrossFit maður sögunnar.

Sport
Fréttamynd

Sara Sigmunds í forsíðumyndatöku í kirkju í Sutton

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir eyðir vetrarmánuðunum í Dúbaí að undirbúa sig fyrir fyrsta CrossFit mótið eftir krossbandsslit. Hún skrapp samt til Englands og Íslands í síðustu viku enda kalla fyrirsætustörfin á okkar konu á milli heimsálfa.

Sport
Fréttamynd

Dagur í lífi Söru Sigmunds í Dúbaí

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir eyðir síðustu mánuðum ársins 2021 í hitanum í Dúbaí og gerir allt til þess að geta keppt á sínu fyrsta móti rétt fyrir jól. Í Youtube-þættinum „Behind the Rune“ sýnir Sara frá degi sínum í Dúbæ og ræðir markmið sín á næstunni.

Sport
Fréttamynd

Anníe Mist í forystu fyrir lokadag Rogue Invitational

Anníe Mist Þórisdóttir er með 15 stiga forskot á toppnum fyrir lokadag Rogue Invitational-mótsins í Crossfit með 445 stig. Anníe sigraði í seinustu grein dagsins í gær, en næst á eftir henni kemur fimmfaldur Crossfit Games meistari, Tia-Clair Toomey.

Sport
Fréttamynd

Smámunasemin hjá Anníe og Katrínu seinkaði framleiðslunni um sex mánuði

Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir standa í stórræðum þessa daga því ekki aðeins eru þær að undirbúa sig fyrir Rogue stórmótið í Texas heldur voru þær einnig að setja ný sérhönnuð heyrnartól á markaðinn. Heyrnartólin komu hálfu ári of seint á markaðinn því þær ætluðu ekki að láta neitt frá sér sem þær væru ekki fullkomlega sáttar með og stoltar af.

Sport